fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Sif Sigmarsdóttir: „Þreytt á fólki sem segir að allt hafi verið betra í gamla daga“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 16. desember 2018 22:00

Lundúnabúi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sif Sigmarsdóttir er meðal þekktustu pistlahöfunda landsins. Hún hefur lengi verið búsett í Bretlandi og skrifar bækur fyrir börn og unglinga. Nýverið gaf hún út bókina Sjúklega súr saga til að kenna yngri kynslóðinni sögu Íslands á þeirra forsendum. DV ræddi við Sif um bókina, æskuna, stjórnmál og áfallið sem var Brexit.

Þetta er brot úr stóru viðtali í heglarblaði DV.

Fortíðin var súr

„Ég vildi kveikja söguáhuga hjá krökkum,“ segir Sif. „Ég held að mjög mörgum krökkum finnist saga leiðinleg. Það er vel skiljanlegt því að við förum oft illa með söguna. Þau sjá þetta sem þurra upptalningu á atburðum og ártölum. Ég vildi sýna þeim að sagan er í raun og veru ótrúlega skemmtileg.“

Dvínun lestrar hjá börnum og ungu fólki er alþekkt vandamál og Sif vill hjálpa til við að sporna við þeirri þróun. Bækur eru í harðri samkeppni um tíma barna og unglinga við sjónvarp, tölvuleiki og samfélagsmiðla.

„Besta leiðin til fá krakka til að lesa er að bjóða þeim upp á bækur sem eru skemmtiefni. Eins og góður sjónvarpsþáttur sem maður gleymir sér yfir. En við höfum hingað til alltaf verið að segja krökkum hvað þau hafa gott af því að lesa. Bækur hafa verið eins og brokkolí. Við troðum þeim ofan í kokið á þeim og það drepur áhugann. Af hverju þurfa bækur að vera gagnlegar? Ég segi að markmiðið eigi að vera að börn geti lesið sér til skemmtunar, þá fylgir gagnið með.“

Sif fékk skopmyndateiknarann Halldór Baldursson, samstarfsmann sinn af Fréttablaðinu, til að myndskreyta bókina. Hún segist aðeins hafa séð bókina fyrir sér með myndunum hans og ef hann hefði ekki verið fáanlegur hefði hún aldrei skrifað hana. Sif segir að bókin sé fyrir átta ára börn og upp úr. Inni á milli leynast brandarar sem aðeins fullorðnir skilja.

Af hverju er sagan sjúklega súr?

„Ég er orðin svo þreytt á fólki sem segir að allt hafi verið betra í gamla daga. Svo fallegt og svo saklaust, allir í sauðskinnsskóm og ekkert sjónvarp á fimmtudögum. En ég held að ekkert okkar myndi vilja hafa verið uppi, til dæmis á Sturlungaöld þegar það ríkti stríðsástand hérna. Ég vildi setja söguna fram og segja frá því hvað sagan er í rauninni súr. Í byrjun bókarinnar er börnum seld bókin sem vopn gegn öllum þeim sem segja að allt hafi verið betra áður fyrr. Þetta er gegnumgangandi þema í bókinni, hvað sagan er súr og hvað allt var ömurlegt í gamla daga,“ segir Sif og hlær.

Sif segist einnig hafa viljað setja Íslandssöguna fram á mannlegan hátt. Að litlu hlutirnir, sem sleppt er í kennslubókunum, skipti máli og sýni hvernig lífið var fyrir almenning.

„Til dæmis fyrsta bíóið sem tók til starfa árið 1906. Fyrsta myndin sem þar var sýnd var úr jarðarför Kristjáns IX. konungs. Mér fannst þetta fyndið og tel að krakkar í dag myndu aldrei sætta sig við það val.“

Skrifar fyrir ungmenni

Sif starfaði sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu um tíma. Árin 2006 og 2007 vakti hún athygli fyrir bækurnar um dramadrottninguna Emblu Þorvarðardóttur. Árið 2013 gaf hún út fyrstu bókina í þríleiknum Freyju sögu og þá næstu árið eftir. Allt eru þetta bækur sem stílaðar eru inn á unglinga og ungt fólk. Sjálf flutti Sif út til Bretlands til að læra barnabókmenntir.

„Ég fékk mikinn áhuga á svokölluðum YA (young adults) bókmenntum sem voru þá nýjar af nálinni. Bókmenntir fyrir eldri unglinga og ungt fólk upp í 25 ára aldur. Þarna undir eru til dæmis Hungurleikarnir og Gyllti kompásinn eftir Philip Pullman. Þessar bækur eru gjarnan gefnar út með mismunandi kápu til að höfða fólks á mismunandi aldri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda