fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Áslaug Guðný: Roskinn maður hágrét: „Skömmin er svo mikil“

Áslaug Guðný stendur fyrir Facebook síðunni Matarhjálp Neyðarkall Jólaaðstoð

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 3. nóvember 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit ekki hvort að fólk átti sig á því hvað margir eiga um sárt að binda.“ Þetta segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, sem stendur fyrir Facebook síðunni Matarhjálp Neyðarkall Jólaaðstoð.

Áslaug, sem starfaði áður fyrir Fjölskylduhjálp, fær á degi hverjum ótal erfið símtöl og einkaskilaboð. Hennar markmið er að hjálpa sem flestum en til þess þarf hún þína aðstoð.

Hugmyndin orðin að risastóru verkefni

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Áslaug fékk hugmyndina að opna síðuna fyrir einu ári síðan. Henni var mjög vel tekið og hafði Áslaug í nægu að snúast allan desember mánuð.

„Upphaflega átti þetta bara að vera jólaaðstoð. En verkefnið vatt upp á sig og ég hef fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnum allt þetta ár.“

Áslaug segir marga vera við það að gefast upp og hún hafi upp á síðkastið fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnunum.„Ég viðurkenni fúslega að vera farin að kvíða fyrir desember.“

Þiggur allt með þökkum

Áslaug segir að hún taki alltaf á móti mat og öllu því sem fólk er tilbúið að gefa. Nú sé áherslan þó að færast meira yfir á jólagjafir fyrir börnin, skraut og jólamat. Áslaug er með stóra frystikistu sem hún er byrjuð að safna jólamatnum í.
Áslaug bendir á að fólk geti bæði lagt inn á Bónuskort sem hún hefur aðgang að, komið með mat, eða hún sótt hann.

Fólk úr öllum kimum samfélagsins

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Í gær hafði tveggja barna móðir samband og hún átti ekki krónu. Og allur mánuðurinn framundan, það eru svo margir í þessari stöðu,“ segir Áslaug en þeir sem leita mest til hennar eru einstæðir foreldrar, eldri borgarar og einstæðingar.

Þó segir Áslaug að á þessu ári hafi allskonar fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins haft samband við sig.
Þeir sem leita til hennar fyrir jólin séu þeir sem fá ekki aðstoð frá stærri hjálparsamtökunum þrátt fyrir að neyðin sé gríðarlega mikil.

Þá segir hún að fyrir síðustu jól hafði roskinn maður haft samband við sig. Hún segir að hann hafi hágrátið í símann af skömm og vanlíðan yfir því að eiga ekki peninga til að kaupa jólagjafir handa barnabörnunum sínum.

Áslaug segir stöðuna sem svo margir eru í til háborinnar skammar fyrir samfélagið. „Það er svo átakanlegt að vita hversu margir eru í basli. Að sama skapi líður mér vel að geta hjálpað þessu fólki og vona að ég geti haldið því áfram sem lengst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan