fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

May ætlar að „berjast með öllu sem hún hefur“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 09:19

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fyrir utan Downingstræti 10. Skjáskot af YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að berjast gegn vantrauststillögu samflokksmanna á þinginu með „öllu sem hún hefur“. Líkt og Pressan greindi frá í morgun lýstu 48 þingmenn breska Íhaldsflokksins yfir vantrausti á May, forsætisráðherra, og munu þingmenn flokksins greiða atkvæði um tillöguna síðdegis í dag.

Mikil óánægja er innan raða þingmanna Íhaldsflokksins með hvernig May hefur haldið á spilunum varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, en ljóst er að samningur hennar við ESB um útgönguna nýtur ekki meirihlutastuðnings á þingi. Framtíð May er því að veði í atkvæðagreiðslunni í dag og Brexit er vægast sagt í lausu lofti og enginn sem veit hvernig útgangan mun fara fram.

May hélt ræðu fyrir framan fjölmiðla fyrir utan Downingstræti í morgun. Hún sagði að ef hún færi frá og það færi af stað valdabarátta í flokknum þýddi það margra vikna átök sem yrðu bara til þess að styrkja Jeremy Corbyn og Verkamannaflokkinn. Ef Íhaldsflokkurinn skipti um leiðtoga væri verið að „leggja framtíð landsins í hættu og skapa óvissu þegar landið þurfi síst á henni að halda“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 1 viku

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin