fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Ásmundur vill ekki gallabuxur á Alþingi: „Ég legg það til, svo við för­um ekki öll í jóla­kött­inn, að við tök­um okk­ur taki“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 14:37

Ásmundur Friðriksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði það til á Alþingi í dag að meiri virðing væri borin fyrir hefðum Alþingis þegar kemur að klæðaburði þingmanna. Mbl.is greinir frá að í ræðu sinni hafi Ásmundur lýst áhyggjum sínum af þessari tilslökun hefða. Nefndi hann að löng hefð væri fyrir því að þingmenn væru snyrtilegir á fundum nefnda þingsins og í þingsal. Almenna reglan væri að karlar væru í jakka, en konur hefðu úr fjölbreyttari klæðnaði að velja.

„Ég legg það til, svo við för­um ekki öll í jóla­kött­inn, að við tök­um okk­ur taki og  ber­um virðingu fyr­ir klæðnaði hér í þingsal. Að við kom­um þannig hingað inn að við ber­um virðingu fyr­ir þeirri sögu sem til­heyr­ir þessu húsi og því starfi sem við erum að vinna og sýn­um það í fram­komu okk­ar og klæðnaði að við séum á hátt­virtu Alþingi.“

Fannst Ásmundi þessar reglur vera síbrotnar og klæðnaður sumra þingmanna, gallabuxur, stæðust varla reglur þingsins.

Til upprifjunar má minnast þess þegar Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var áminnt fyrir að vera í gallabuxum í þingsalnum árið 2013.

Þá kallaði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata, „niðursetning“ á sokkaleistunum fyrr á þessu ári, en Björn Leví útskýrði fyrir Eyjunni að þar sem hann er nokkuð heitfengur, kjósi hann heldur að fara úr skónum, í stað þess að fara úr jakkanum, þar sem honum sé oft heitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn