fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Slökkviliðsmenn fækka fötum enn á ný til að fjármagna Heimsleika

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðsmenn landsins hafa nú gefið út árlegt dagatal sitt, en með sölu á því fjármagna þeir för sína á heimsleika slökkviðsmanna sem fara fram á sumrin á tveggja ára fresti. Á heimsleikunum koma saman viðbragðsaðilar úr öllum heimsálfum og keppa sín á milli í tugum íþróttagreina ogsumarið 2019 verða þeir haldnir í Chengdu í Kína, en áður hafa þeir verið haldnir meðal annars í Ástralíu, Spáni, Írlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Kanada.

Íslenskir slökkviliðsmenn hafa farið á fjölda heimsleika og komist á verðlaunapall á þeim öllum. Þar má nefna greinar eins og kraftlyftingar, körfubolti, íshokkí, frjálsar íþróttir, CrossFit, sund, veiði, mótokross og slökkviliðstengdar greinar.

Dagatölin hafa komið út nánast á hverju ári frá 2006 og ávallt verið vel tekið, enda henta þau gríðarlega vel í margan jólapakkann.

Að vanda eru það 12 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins sem prýða dagatalið, einn í hverjum mánuði. Mikið er lagt í myndatöku, myndvinnslu og prentun.

Hluti ágóðans af dagatalinu rennur til góðgerðarmála, þar sem slökkviliðsmenn styrkja afþreyingu fyrir börn kvenna sem koma í Kvennaathvarfið og félagsstarf eldriborgara í Hrafnistu.

Slökkviðsmenn munu standa vaktina fram að jólum í Kringlu, Smáralind og Miðbæ og selja dagatalið, allar upplýsingar má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife