fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Þórarinn er alkóhólisti og gefur þingmönnunum á Klaustri góð ráð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. desember 2018 10:00

Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður Fréttablaðsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, mælir með í Bakþanka blaðsins að þingmennirnir sem sátu að sumbli á Klaustri og níddust á fólki og minnihlutahópum fari í gegnum 12 spora kerfi AA. Hann segist sjálfur alkóhólisti og því þekkja sjúkdóminn vel.

„Ég veit þetta aðeins of vel vegna þess að ég er alkóhólisti. Því meini fylgja iðulega meðvirkni og vanmáttarkennd þannig að ég ætla að reyna að ráða þingdólgunum sex heilt þótt ég hafi enga samúð með þeim. Það er ekki bara ódýrt, heldur einfaldlega ótækt, að reyna að kenna áfenginu og öllum öðrum um eigin drykkjubömmera nema maður geti að minnsta kosti drullast til þess að viðurkenna að maður eigi við alvarlegt vandamál að stríða,“ segir Þórarinn.

Hann segir að það sé ekki hægt að biðjast afsökunar á hegðun sinni nema því fylgi bót og betrun. „Einn vaskasti þingruddinn hefur meira að segja dregið það í efa að hann drekki nógu mikið! Það má vel vera en eftir að ég gekkst við því að ég er alki hef ég lært ýmislegt um fyrirgefninguna og í fyrstu meðferðinni var því troðið inn í brotahöfuð mitt að maður getur ekki beðist fyrirgefningar nema það sé gert bæði með orðum og í verki,“ segir Þórarinn.

Hann mælir með því að þingmennirnir líti til 12 spora kerfisins. „Margir hafa náð árangri og einhverjum þroska með 12 sporum sem fela meðal annars í sér að gera „rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil“ í lífi sínu, játa misgjörðir sínar meðal annars fyrir „sjálfum okkur og annarri manneskju og nákvæmlega hvað í þeim fólst“. Síðan tekur við stöðug sjálfsrannsókn og þegar út af ber „viðurkenndum við yfirsjónir okkar umsvifalaust“,“ segir Þórarinn.

Hann segir að það sé ekki hægt að segja „afsakið, en..“. „Háttvirtu þingdólgar, með leyfi forseta, það er ekki hægt að segja „fyrirgefðu, en …“ Þið eruð ekki einu sinni komnir á byrjunarreit og fyrsta sporið í ykkar kerfi er að sýna iðrun í verki með því að stíga út af Alþingi. Þá fyrst er hægt að fara að vinna með fyrirgefninguna,“ segir Þórarinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum