fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Bryndís hitti útigangsmann „Horfði á mig með tárin í augunum“ – Svona er ástandið á Íslandi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 14. nóvember 2016 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég spurði einskis frekar. Vildi ekki vera of nærgöngul. Rótaði í töskunni. Fann nokkra hundrað kalla. Rétti að honum. „Farðu á kaffihús og fáðu þér heitan drykk. Þar er þó hlýtt”. Ég gat ekki sagt meira. Beit bara á jaxlinn. Reyndi að brosa til hans. Sneri mér svo upp í vindinn,“ segir Bryndís Schram í pistli á Facebook en þar segir hún frá atviki sem átti sér stað í Bandaríkjunum. Bryndís var búsett um tíma í Washington ásamt Jóni Baldvin þegar hann var þar sendiherra. Bryndís segir:

„Ekki óraði mig fyrir því þá, að ég gæti verið að lýsa ástandi í mínu eigin landi.“

„Ég lifi af”

Bryndís vaknaði snemma, úti var kalt og sá varla út úr augum fyrir snjókomu. Hún gekk fram á heimilislausan mann húkandi á bekk. Hann rétti fram lúkuna til að biðja um aur. Í hinni hélt hann á útvarpstæki sem spilaði klarinettkonsert Mozart. „Ósjalfrátt nam ég staðar. Maðurinn hélt tækinu upp að vanganum. Snjóflyksurnar héngu í hrafnsvörtu hárinu. Gufustrókinn lagði upp af nefinu. Hann var hlýlega klæddur. Húðin ung og slétt. Alheilbrigður að sjá. Brosti jafnvel.“

„Er þér ekki kalt,“ spurði Bryndís. Gæti verið verra, svaraði hann. „Líður þér illa?“ spurði hún. – „Ég lifi af,” sagði hann. Hendurnar voru rauðar og bólgnar. „Þú varst þó ekki úti í nótt?“ „Jú, ég á nóg af teppum. Mér var ekkert kalt.“ – „En af hverju fórstu ekki í athvarfið?“ Þangað fer ég helst aldrei“, sagði hann, „Þar eru ekkert annað en bófar og ræningjar. Hirða af manni seinustu krónurnar eða smita mann af einhverri helvítis pest.” – „En hvað með Mozart,” spurði ég. „Af hverju ertu að hlusta á þessa tónlist?“ „Einu sinni kunni ég að spila á klarínett,” sagði hann. Horfði á Bryndísi með tárin í augunum. Einhver vottur af sjálfsvirðingu bærðist með honum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Bryndís segist ekki hafa spurt frekar, vildi ekki vera of nærgöngul. Hún rótaði í töskunni og fann nokkra hundrað kalla og rétti honum.

„Farðu á kaffihús og fáðu þér heitan drykk. Þar er þó hlýtt”. Ég gat ekki sagt meira. Beit bara á jaxlinn. Reyndi að brosa til hans. Sneri mér svo upp í vindinn. „Guð blessi þig,“ heyrði ég hann hrópa á eftir mér.“

Bryndís bætir við:

„Þetta var fullvaxinn karlmaður. Kannski ástæðulaust að vorkenna honum. Hafði fengið sín tækifæri. Þúsundir slíkra eru á faraldsfæti. Fótsárir og farlama. Sjúkir á sál og sinni. Flestir eru annað hvort fyrrverandi eiturlyfjaneytendur eða veikir á geði.“

Öll þjóðin ráðþrota

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Börnin eru annað mál, segir Bryndís og talar um að börg börn í Bandaríkjunum eigi hvergi höfði sínu að halla og lifi undir fátækramörkum á sama tíma og efnahagur þjóðarinnar hafi sjaldan staðið í meiri blóma. Á tyllidögum sé talað um gildi menntunar á meðan ástandið í háskólum borgarinnar sé ekki upp á marga fiska og nýjar kynslóðir streymi út á göturnar án menntunar. Eiturlyfjanotkun sé mikil og glæpatíðni ískyggileg.

„Félagsráðgjafar, öll þjóðin stendur ráðþrota. Hver er hinn seki? Hverjum á að refsa? Framlög til félagsmála eru skorin við trog. Þjónusta er í lágmarki. Vinnuálag gífurlegt. Fólk leggur nótt við dag. Reynir eftir bestu getu að leysa vanda hvers og eins. Það sér ekki högg á vatni. Vandamálin hrannast upp. Hver hefur samúð með smælingjunum?“ spyr Bryndís í lýsingu sinni á þessari bandarísku borg og vill heimfæra það upp á Reykjavík.

„Við erum í höfuðborg ríkustu þjóðar heims. Uppi á hæðinni sitja valdamestu mennirnir. Þeir karpa um krónur og aura. En þeir sjá ekki óræktina í eigin garði. Eða þykjast ekki sjá hana. Sú hugsun er býsna algeng hér í Bandaríkjunum, að hver sé sjálfum sér næstur. „Á ég að gæta bróður míns?“ – Nei, ó nei, hver er sinnar eigin gæfu smiður. Það er þetta, sem er svo erfitt að sætta sig við, hér í guðs eigin landi.“

Pistill Bryndísar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum