fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

„Af því að þú yfirgafst börnin þín Ágústa, þá skaltu sanna það núna hvað þú elskar þau heitt“

Auður Ösp
Mánudaginn 14. nóvember 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var alltaf verið að segja við mig í höfðinu: „Af því að þú yfirgafst börnin þín Ágústa, þá skaltu sanna það núna hvað þú elskar þú heitt,“ segir Ágústa Ísleifsdóttir, fjögurra barna móðir sem barist hefur við þunglyndi, geðhvörf og geðklofa í fjölda ára með tíðum innlögnum á geðdeild. Þegar Ágústa fór í geðrof fylgdu því margvíslegar ranghugmyndir eins og hún lýsir í viðtali við sjónvarpsþáttin Bara geðveik á Stöð 2.

Á tímabili í geðrofi hélt Ágústa til að mynda að sjónvarpið sitt talaði til hennar.

„Ég heyrði alltaf, undir niðri í annarri vídd um hvað fréttin var. Það voru allar einhverjar svona „leynifréttir,“ segir hún en hún var jafnframt sannfærð um að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum og að hún þyrfti að sannfæra djöfulinn um að hún elskaði börnin sín.

„Þetta var í marga, marga mánuði, eitt, tvö ár. Það var alltaf verið að segja við mig í höfðinu: „Af því að þú yfirgafst börnin þín Ágústa, þá skaltu sanna það núna hvað þú elskar þú heitt. Þú átt að gera þetta, annars fer djöfullinn í börnin þín,“ segir hún síðan og bætir við:

„Og ég gerði allt, ég sýndi á mér brjóstin hérna úti í Þórufelli, á bensínstöðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Í gær

Brotnaði niður við lærdóminn

Brotnaði niður við lærdóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina