fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Vinstri blokkin á að vinna saman

Ara Trausti hefði getað valið milli Alþýðufylkingarinnar og Vinstri grænna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. nóvember 2016 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umróti eftirhrunsáranna varð hér á landi mikil vakning í pólitískri þátttöku. Fjöldi fólks sem fram til þess hafði ekki látið sér til hugar koma að skipta sér af stjórnmálum reis upp frá eldhúsborðum hér og þar og ákvað að láta til sín taka. Ný stjórnmálasamtök voru stofnuð, sum hver hafa þegar lognast út af, og framboðið varð töluvert meira en eftirspurnin, ef svo má að orði komast. Í huga margra virtist það vera ákveðinn gæðastimpill að hafa aldrei komið nálægt pólitík áður, að ganga beint inn í framboð eða í flokksstarf, hvítþveginn og án allra fyrri pólitískra synda. En ekkert af þessu á við um elsta þingmanninn sem náði kjöri á Alþingi í síðustu þingkosningum, Ara Trausta Guðmundsson.

Ari Trausti segir að hann hafi fundið samhljóm með fólkinu innan Vinstri grænna. Það séu ákveðin grunngildi þar sem hann sé sammála. „Það þarf nýjar hugmyndir um hagvöxt og hagvaxtarsókn. Það þarf að setja fjármagninu fullt af skorðum og vinda ofan af ýmsum hlutum. Það geta vel verið þarna einhver mál sem ég er ósammála en í stóru línunum erum við sammála. Ég hefði getað valið á milli Alþýðufylkingarinnar og Vinstri grænna til að starfa með, en ég valdi Vinstri græn vegna þess að þar er nægt afl, möguleikar á að hafa áhrif og breyta. Ég lít hins vegar svo á að þessi öfl til vinstri, Vinstri græn, Alþýðufylkingin, Samfylkingin og jafnvel fleiri eigi að vinna miklu þéttar saman. Þessa samfylkingarstefnu tíðkuðum við í Eikinni í gamla daga. Mér finnst að þau sem hafi hjartað vinstra megin eigi að fara þá leið í mörgum málum. Þá værum við mikið öflugri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“