fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Tekist á um hæfi matsmanns í „shaken baby“ máli – Sigurður Guðmundsson var sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 08:20

Hús Hæstaréttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. janúar tekur Hæstiréttur fyrir hið svokallaða „shaken baby“ mál en í því var Sigurður Guðmundsson dæmdur fyrir manndráp af gáleysi 2003. Hann var sakfelldur fyrir að hafa hrist 9 mánaða dreng, sem hann var með í daggæslu, með þeim afleiðingum að drengurinn lést. Fallist var á endurupptöku málsins 2015 en það vó þungt í þeirri ákvörðun að fyrir lá matsgerð bresks sérfræðings, dr. Wayne Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og að engin ótvíræð gögn lægju fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Ríkissaksóknari fer fram á að málinu verði vísað frá Hæstarétti og segir í kröfu sinni að Squier hafi verið ónákvæm og óábyrg sem dómkvaddur matsmaður. Svo virðist sem hún setji mat sitt fram í þeim tilgangi einum að rökstyðja eigin trú um að „shaken baby“ syndrome sé ekki til.

Squier er umdeild en hún var svipt lækningaleyfi í Bretlandi fyrir tveimur árum vegna meints misvísandi og óheiðarlegs vitnisburðar um dauðsföll barna fyrir breskum dómstólum. Hún fékk leyfið aftur síðar sama ár en má ekki bera vitni sem sérfræðingur fyrir breskum dómstólum í þrjú ár.

Fyrir Hæstarétti verður einnig lagt fram yfirmat tveggja annarra sérfræðinga sem báðir telja að drengurinn hafi látist af völdum höfuðáverka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar