fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Ragga nagli – „Fokkitt… held bara áfram að sukka og byrja aftur á morgun“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um hvað við eigum að gera þegar við tökum ranga beygju af heilsubrautinni.

Ef þú ert að krúsa eftir þjóðvegi 1 á leiðinni á Flúðir.
Úr hátalaranum hljómar Steppenwolf að kyrja um að fæðast til að vera villtur.
Þú söngst hástöfum…. booooorn to be wæææææld.
Berjandi á stýrið í stuði.
Rifjar upp gamlar minningar úr menntaskólapartýum.

Og í æsingnum misstirðu af afleggjaranum.

Ohhh….. ansans vesen.

Hvað gera bændur nú?
Heldurðu áfram að keyra austur á bóginn?
Jæja ég klúðraði þessu

Þá er eins gott að halda bara áfram að keyra í vitlausa átt.
Það er hvort sem er allt ónýtt núna.
Krúsa bara lengra og lengra í öfuga átt.

Rankar við þér á Egilsstöðum með móral.
Langt frá ætluðum áfangastað.

Neiii… flestir sem missa af afleggjara snúa strax við á næstu bensínstöð og keyra örstuttan spotta til baka.

En þegar kemur að mataræði þá höfum við tilhneigingu til að skemma fyrir okkur enn meira með að halda áfram lengra frá markmiðum okkar við eitt lítið hliðarspor.

Það eiga allir óplanað ofát.

Daga þar sem vélindað fékk að finna til tevatnsins.
Þegar þurfti að hneppa frá.

Sporta joggingbuxum yfir bjúgaða vömb.

Mánudagur þar sem þú ert lítill í þér.
Með þjakaða sál.
Kvíðahnút í mallakút.

Slátraðir fleiri kökusneiðum en þú kærir þig um að muna í afmælinu hjá Nonna frænda.
Eftir ömurlegan dag í vinnunni „áttirðu fjandakornið skilið“ súkkulaði. Standandi fyrir framan skápinn rann heil plata af Konsúm og Dórítós poki ofan í ginið.

Saumaklúbbsostarnir og Ritskexið töpuðu tölunni fljótlega á þriðju slúðursögunni.

Herra Fokkitt knýr dyra og tætir niður ætlanir okkar um að vera ræktaður, fitt og flottur.

„Ohh… hvort sem er búin að klúðra deginum… Fokkitt… held bara áfram að sukka og byrja aftur á morgun.“

En hvað sem gerist geturðu alltaf snúið við aftur frá smá næringarlegu prumpi.

Þú misstir bara af afleggjaranum.

Þú getur alltaf beygt inn á næstu bensínstöð og snúið við og haldið áfram að keyra í rétta átt.

Þú ert bara einni máltíð frá að taka aftur ákvarðanir og framkvæma hegðun sem er þér í hag.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því