fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Matur

Hægeldað svínakjöt með kjúklingabaunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 17. nóvember 2018 18:00

Góður helgarmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er um að gera að eyða aðeins meiri tíma í eldhúsinu um helgar. Hér kemur ein uppskrift sem þarf að nostra aðeins við og er þess virði.

Hægeldað svínakjöt með kjúklingabaunum

Hráefni:

1 msk. chili flögur
1 msk. svört piparkorn
1 msk. fennelfræ
1,8 kg svínakjöt
2 msk. salt
4 msk. ólífuolía
1 meðalstór laukur, skorinn í bita
1 hvítlaukshaus, skorinn í helming
4 lárviðarlauf
2 bollar þurrt hvítvín
2 dósir kjúklingabaunir
½ sítróna
3 msk. steinselja, smátt söxuð

Aðferð:

Myljið chili flögur, piparkorn og fennel fræ með mortar. Saltið svínakjötið vel og kryddið síðan með piparblöndunni. Nuddið kryddinu vel inn í kjötið. Klæðið svínakjötið í plastfilmu og passið að hún sé mjög þétt. Leyfið kjötinu að sitja í klukkutíma við stofuhita eða í ísskáp yfir nótt. Hitið ofninn í 160°C. Hitið tvær matskeiðar af olíu í potti og steikið kjötið á öllum hliðum í 10 til 12 mínútur í heild. Setjið svínakjötið á disk. Hellið fitunni úr pottinum og bætið restinni af olíunni saman við og hitið yfir meðalhita. Eldið lauk og hvítlauk og hrærið reglulega í um 2 mínútur. Hrærið lárviðarlaufum saman við og skellið svínakjötinu í pottinn. Hellið víninu saman við sem og 2 bollum af vatni. Setjið lok á pottinn og setjið hann inn í ofn. Bakið í 2 ½ til 3 klukkutíma en passið að snúa svínakjötinu á 45 mínútna fresti. Setjið kjötið á disk og leyfið því að kólna aðeins áður en það er skorið í stóra bita. Setjið kjötið og kjúklingabaunir í pottinn og hitið yfir lágum hita. Eldið með lok á pottinum í 12 til 15 mínútur. Kreistið síðan sítrónusafa yfir og skreytið með steinselju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar