fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FréttirPressan

Kínverskar konur hræðast barneignir – Ástæðurnar eru margvíslegar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er svo ýkja langt síðan að kínversk stjórnvöld heimiluðu fólki að eignast meira en eitt barn en nú mega hjón eignast tvö börn. Þetta hefur þó ekki orðið öllum hvatning til að eignast fleiri börn en mjög margar kínverskar konur og makar þeirra hræðast að eignast börn. Fólkið óttast um velferð barnanna og því velja margir að sleppa því að eignast börn.

Í umfjöllun The Independent um málið kemur fram að eftir að banninu við að eignast meira en eitt barn var aflétt 2015 hafi barneignum fjölgað lítillega en ekki sé útliti fyrir að fjölgunin verði mikil og sannkölluð sprenging verði í barneignum. Ástæðan er að fólk óttast um öryggi og velferð barnanna. Inn í þetta spila hneykslismál sem upp hafa komið á undanförnum árum.

Þar má nefna eitraða þurrmjólk og leikföng þakin blýi en þessi mál vöktu mikla athygli og umræðu í Kína þegar þau komu upp. Þá óttast margir að bóluefni séu ekki nægilega góð, að bleiur hafi ekki verið prófaðar og rannsakaðar nægilega vel áður en þær eru settar á markað, ofbeldi gagnvart börnum í leikskólum og yfirhylmingu yfirvalda yfir þau mál.

Þrátt fyrir að Kínverjir gagnrýni stjórnvöld ekki, að minnsta kosti ekki opinberlega, blundar mikið vantraust í garð þeirra undir niðri vegna vanmáttar þeirra við að hafa stjórn og eftirlit með kaupsýslumönnum og framleiðendum sem hafa verið viðriðnir hin ýmsu hneykslismál tengdum velferð barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?