fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Dagný Ósk er þriggja barna móðir í fangelsi: „Sem betur fer var mér kippt inn“

Auður Ösp
Föstudaginn 2. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var ekkert auðvelt að hringja í fjölskylduna og segja: „Heyrðu, I´m a jailbird“, ég er komin í djeilið. Ég bjóst við að heyra: „varstu ekki laus við þetta rugl?,“ segir Dagný Ósk Arnardóttir, þriggja barna móðir sem afplánar um þessar mundir fangelsisdóm fyrir fjölmörg auðgunarbrot. Hún á sorglega sögu að baki og segir að líklega hafa bjargað lífi sínu að vera kippt út úr samfélaginu og læst inni í fangelsi.

Þetta kemur fram í þættinum Paradísarheimt sem sýndur verður á RÚV næstkomandi sunnudagskvöld. Dagný á erfiða æsku að baki og hefur áður hlotið fangelsisdóm.

Hún var í langvarandi fíkniefnaneyslu, meðal annars sprautuneyslu og segir skömm hafa fylgt því að tilkynna fjölskyldunni að hún væri komin bak við lás og slá.

„En það voru allir á sama máli og ég er að segja núna. Sem betur fer var mér kippt inn af því að það voru bara allir að bíða eftir þessu símtali.

Bróðir minn hugsaði á hverjum degi þegar síminn hringdi og það var óþekkt númer eða spítlaanúmer: „Jæja er systir mín dáin? Er hún farin? Erum við búin að missa hana?“

Hún kveðst ekki hafa gert sér grein fyrir því að hún var hársbreidd frá dauðanum, ekki fyrr en hún var komin í fangelsi.

„Þetta er svo mikil sjálfselska í mér, að hafa leyft mér að fara svona langt, þar sem maður á börn. Að maður skyldi ekki hafa opnað augun, fyrr en það var næstum því of seint.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun