fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

Varð fyrir skelfilegri árás tveggja hunda – Birtir myndir af ótrúlegum breytingum eftir 28 aðgerðir

Pressan
Föstudaginn 6. júní 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudagurinn 23. desember 2021 rennur Jacqueline Durand seint úr minni. Jacqueline, sem var alveg að verða 22 ára, mætti þá á heimili hjóna sem höfðu fengið hana til að passa tvo hunda. Á þessum tíma var hún í háskólanámi í Texas í stjórnun birgðakeðja.

Jacqueline hafði hitt hundana daginn áður og virkuðu þeir yndislegir þó þeir væru stórir og sterklega byggðir. Eigendurnir höfðu lofað því að þegar hún kæmi yrðu hundarnir læstir inni í búri.

Það kom henni því nokkuð spánskt fyrir sjónir að sjá að hundarnir voru lausir inni í íbúðinni þegar hún opnaði útidyrnar. Lucy var þýskur fjárhundur en Bender var blanda af boxer og pit-bull.

Jacqueline hafði síðan hún var unglingur passað hunda fyrir allskonar fólk, enda elskaði hún þá og taldi sig tengja vel við þá. Andrúmsloftið þegar hún kom inn í húsið þennan örlagaríka dag var þó svolítið annað en daginn áður því Lucy og Bender réðust strax á Jacqueline.

Í umfjöllun CBS á sínum tíma kom fram að þeir hefðu bitið hana alls um 800 sinnum. Má í raun segja að þeir hafi rifið af henni andlitið, svo slæmir voru áverkarnir. Þegar Jacqueline komst loks undir læknishendur var brugðið á það ráð að halda henni sofandi á meðan hún undirgekkst sjö klukkustunda aðgerð. Um tíma var ekki víst að hún myndi lifa þetta af.

Hundarnir voru teknir höndum og skömmu eftir árásina var tekin ákvörðun um að þeir skyldu aflífaðir.

Jacqueline hefur leyft fólki að fylgjast með bataferli sínu síðustu árin en síðastliðin þrjú og hálft ár hefur hún alls gengist undir 28 aðgerðir. Heldur hún úti vinsælum síðum á Instagram og TikTok og er markmið hennar að vekja athygli á því að hundar geta verið hættulegir.

Í færslum sínum hefur Jacqueline til dæmis sagt frá því að læknar hafi til dæmis grætt húð á andlit hennar sem tekin var af rasskinnunum. Þá voru varir hennar endurbyggðar með húð af lærinu.

Hún gekkst á dögunum undir sína 28. aðgerð og segir að þrátt fyrir lítinn svefn eftir aðgerðina hafi hún verið vel þess virði miðað við árangurinn.

„Ég geti allavega með sanni sagt að ég er farin að sjá sjálfa mig aftur,“ sagði hún og þakkaði læknum fyrir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt henni. Hún birti svo mynd af sér á Instagram á dögunum þar sem sjá mátti hvernig andlitið hefur gróið eftir síðustu aðgerð. „Augað er enn að jafna sig á bólgum en þetta græt vel,“ sagði hún.

Fylgjendur hennar á Instagram hafa hrósað henni fyrir hugrekkið sem hún hefur sýnt með því að tala opinberlega um þessa skelfilegu reynslu. Margir eru líka þeirrar skoðunar að árangurinn sem læknar hafa náð sé aðdáunarverður. „Vá, ég sé breytinguna frá síðustu aðgerð. Þetta er magnað,“ sagði til dæmis einn. „Árangurinn er sannarlega frábær. Það er gaman að sjá þig verða þú sjálf aftur. Læknarnir þínir eru sannkallaðir listamenn.“

Jacqueline dvaldi í alls 60 daga á sjúkrahúsi eftir árásina en hún missti mjög mikið blóð eins og sést á meðfylgjandi myndum sem teknar voru eftir árásina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána