fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Ræða Guðna Th. á Ákall.is – „Það er stutt á milli þess að skemmta sér og vera til í allt og að vera fíkill og missa allt“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 20:30

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónleikarnir Ákall.is sem haldnir eru til varnar sjúkrahúsinu Vogi fara nú fram í Háskólabíói. Tónleikarnir eru sýndir í beinni útsendingu á RÚV.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði gesti, en þétt er setið í Háskólabíói. Tók Guðni fram að í ár fögnum við 100 ára fullveldi. Hér á eftir fer hluti af ræðu Guðna, sem uppskar mikið lófaklapp í lokin.
Áfram mæta okkur alltaf nýjar áskoranir, við erum að missa ungt fólk vegna fíknar, vegna misnotkunar á lyfjum. Við erum að missa ungt fólk sem við þurfum ekki að missa.
Okkur hefur tekist að minnka reykingar og drykkju meðal ungmenna, við getum þetta alveg.
Ég styð það að við leitum saman að lausnum.
Við verðum að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, við verðum að fræða, ekki hræða.
Við þurfum að geta sagt við ungmenni í þessu landi að það er svo skelfilega stutt á milli þess að fikta og missa alveg fótanna.
Það er stutt á milli þess að skemmta sér og vera til í allt og að vera fíkill og missa allt.
Svo þarf að ráðast að rót vandans, hvað veldur því að ungt fólk fer af sporinu.
Gefum við fólki ekki færi á að sýna hvað í því býr, við þurfum aga en líka umburðarlyndi og víðsýni.
Þá getum við sannað klisjuna um að enginn er góður í öllu en allir eru góðir í einhverju.
Ungt fólk með sjálfstraust fellur síður í klóm fíknar.
Guðni Th. vísaði til bókar Auðar Övu, Ör, og samsamaði sig að mörgu leyti við sögupersónuna Jónas, sem er fráskilinn og valdalaus. „Ekki ég,“ sagði Guðni og vakti hlátur gesta.
Guðni endaði ræðu sína á orðunum „enda eigum við bara eitt líf.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta