fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Nemendur VMA mynduðu kærleikskeðju til minningar um þá sem hafa látist vegna misnotkunar á lyfjum eða fíkniefnum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkmenntaskólinn á Akureyri heldur nú forvarnaviku en markmiðið með henni er að vekja athygli á þeim vanda sem neysla lyfseðilsskyldra lyfja og fíkniefna er, þeim fjölda sem látist hafa af neyslu þeirra og er markmiðið að minnka þá tölu.

Í gærmorgun mynduðu nemendur og starfsfólk kærleikskeðju í kringum skólann. Þetta var táknræn aðgerð til minningar um alla þá sem hafa látist á árinu vegna misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum eða öðrum fíkniefnum en sú tala er alltof há. Markmiðið með forvarnarvikunni er að minnka þessa tölu á komandi árum og til þess verður haldið Forvarnar- og skemmtikvöld á fimmtudag. Við eigum bara Eitt líf og það er svo gífurlega verðmætt.

Lagið sem hljómar undir í myndbandinu er lag Nick Cave and the Bad Seeds, Ain´t Gonna Rain Any More, í útgáfu ZÖE úr kvikmyndinni Lof mér að falla.

Hér má sjá myndir sem voru teknar af kærleikskeðjunni.

Bingó var einnig haldið í gær og ágóðinn rennur til þess að greiða útlagðan kostnað vegna forvarnavikunnar og styrkja Minningarsjóð Einars Darra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni