fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Matur

Þessi kaka er ketó og það þarf ekki einu sinni að baka hana

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 19:30

Unaðsleg kaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á matarvefnum erum alltaf til í að prufa nýja hluti og ákváðum að reyna við ketó köku á dögunum. Uppskriftin hér fyrir neðan varð fyrir valinu, en hún er af bloggsíðunni Better Than Bread Keto. Ástæðan fyrir því að við völdum hana var einfaldlega sú hve ofboðslega auðveld þessi uppskrift virkaði.

Við urðum ekki svikin af þessari köku og er æðislegt að eiga svona lágkolvetnabombu í ísskápnum eða frystinum til að narta í eftir langan vinnudag. Þessari mælum við heilshugar með.

Ketókaka með jarðarberjum

Hráefni:

1 bolli möndlumjöl
4 msk. smjör
¾ bolli rjómi, þeyttur
½ bolli fersk jarðarber
225 g mjúkur rjómaostur
2 – 3 tsk. Erythritol (malað sem minnir á sykur. Hér má nota allt að ½ bolla – okkur á matarvefnum finnst bara betra að nota minna af þessu sætuefni)

Þetta er frekar lítil uppskrift.

Aðferð:

Bræðið smjör og blandið saman við möndlumjölið. Þrýstið blöndunni í botninn á litlu, eldföstu móti eða kökuformi. Ekki hafa formið stærra en sirka 17 sentímetra að ummáli. Skerið jarðarberin smátt eða maukið þau í blandara. Þeytið rjómann og blandið honum saman við rjómaostinn, Erythritol og jarðarberin. Hellið þessu yfir botninn og kælið í að minnsta kosti klukkutíma. Þessi kaka endist og endist í frysti og minnir á ístertu þegar hún er frosin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“