fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Elon Musk: Fyrstu háhraðagöngin opna í desember

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 23. október 2018 07:30

Elon Musk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumkvöðullinn Elon Musk hefur tilkynnt að fyrstu háhraðagöngin muni opna í desember næstkomandi. Musk hefur boðað þessa tækni á undanförnum árum en um að ræða göng fyrir lestir sem geta náð allt að þúsund kílómetra hraða.

Göngin sem Musk vísar til og opna í desember eru þó tilraunagöng og eru þau rúmir þrír kílómetrar að lengd. Þau liggja undir höfuðstöðvum SpaceX í Hawthorne í Kaliforníu og verður almennilegi boðið að prófa göngin til að sjá hvernig þau virka. Til stendur að hafa opnunarhátíð þann 10. desember næstkomandi.

Lestarnar í umræddum göngum ná ekki ýkja miklum hraða – enda tiltölulega stutt í samanburði við önnur – en farþegar geta þó átt von á að ná um 200 kílómetra hraða.

Hyperloop-tæknin er eflaust eitthvað sem koma skal því brátt stendur til að prófa hana í bænum Salo í Finnlandi. Eru vonir gerðar til þess að slíkt kerfi verði tekið í notkun víðar á Norðurlöndunum í kjölfarið.

Elon Musk hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að standa ekki við það sem hann segir, að minnsta kosti hvað varðar dag- og tímasetningar. Þegar hann var spurður á Twitter hvort 10. desember væri Musk-tími eða alvöru tími svaraði hann að bragði: „Alvöru tími, held ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað