fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Ljónheppnir vinir

Steindi og Rikki G. unnu vegleg verðlaun í Risa Bingói Sveppa

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 26. janúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku stóð Keiluhöllin í Egilshöll fyrir glæsilegri hlutaveltu undir yfirskriftinni „Risa Bingó Sveppa“, sem ætlunin er að fari fram þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Eins og glöggir lesendur átta sig líklega á þá sá gleðipinninn, Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, um framkvæmd hlutaveltunnar. Glæsilegir vinningar, til dæmis 100 þúsund króna gjafakort frá Icelandair og iPad 32gb Space frá Epli, voru í boði en hvert keiluspjald kostaði 1.500 krónur.

Vel var mætt á kvöldið en um 500 manns voru í salnum og var gleðin nánast áþreifanleg. Aðstandendur sjónvarpsþáttarins Steypustöðvarinnar gerðu sér meðal annars glaðan dag og mættu til leiks. Svo fór að tveir úr hópnum, grínistinn Steindi Jr. og dagskrárstjóri FM957, Rikki G, sem eru góðvinir Sveppa, voru svo heppnir að hljóta tvo af stærstu vinningum kvöldsins, áðurnefnda inneign hjá Icelandair og spjaldtölvuna.

Vinningshöfunum var vel fagnað en einhverjir virðast hafa orðið súrir vegna niðurstöðunnar, að minna kosti barst DV ábending um að Steindi og Rikki hefðu fengið spjöldin gefins og sagðist viðkomandi „vera verulega ósáttur.“
Það er þó ekki alveg rétt að sögn rekstrarstjóra Keiluhallarinnar, Eyrúnar Erlu Ólafsdóttur. „Rikki og Steindi keyptu sín spjöld sjálfir eins og allur Steypustöðvar-hópurinn. Ég valdi sjálf spjaldið fyrir Rikka og hugsaði einmitt hvað ég hefði valið vel,“ segir Eyrún.

Steindi var ekki sá eini sem fékk bingó þegar Icelandair-vinningurinn var í boði því ung kona hlaut einnig bingó. „Upphaflega var hugsunin sú að vinningnum yrði skipt eða dregið um hann en svo frétti ég það síðar um kvöldið að Steindi hafi gefið konunni vinninginn,“ segir Eyrún. Þá hafi hún frétt að lítill frændi Rikka sé alsæll með iPad-inn sem hann fékk að gjöf frá útvarpsmanninum. „Þeir og Steypustöðvarhópurinn voru fyrst og fremst að hugsa um að skemmta sér í góðra vina hópi. Ég varð ekki var við neina óánægju meðal gesta,“ segir Eyrún Erla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Í gær

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu