fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Undir trénu fékk Menningarverðlaun DV

Fókus
Laugardaginn 6. október 2018 16:40

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri myndarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV voru veitt við hátíðlega athöfn í gær í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar við Suðurlandsbraut. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu. Í þetta skiptið voru verðlaunin veitt í sjö flokkum; leiklist, tónlist, kvikmyndum, myndlist, bókmenntum, fræðiritum og stafrænni miðlun auk sérstakra heiðursverðlauna.

Þá voru einnig af­hent verðlaun þeim sem fékk flest at­kvæði meðal al­menn­ings í net­kosn­ingu þar sem al­menn­ingi gafst kost­ur á að velja úr hópi allra þeirra sem til­nefnd­ir voru í öll­um flokk­um.

Í flokknum kvikmyndir fengu Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð Menningarverðlaun DV.

Í umsögn dómnefndar sagði:

Undir trénu er ákaflega vel heppnuð kvikmynd sem sækir ekki síst styrk sinn í úthugsað og vel skrifað handrit og einvalalið leikara sem skilar sannfærandi persónum í erfiðum og flóknum aðstæðum í kolsvartri, dramatískri kómedíu.

Steindi jr. sýndi og sannaði að heilmikið er í hann spunnið sem leikara. Þá sýndi Selma Björnsdóttir átakanleg en um leið fyndin og Þorsteinn Bachmann ítrekaði eina ferðina enn að hann er orðinn einn allra besti kvikmyndaleikari landsins. Að öðrum ólöstuðum er þó mestur fengur í ástælustu gamanleikurum síðari tíma, Sigga Sigurjóns og Eddu Björgvins, sem sýndu á sér nýjar hliðar og þá fyrst og fremst Edda sem fór með himinskautum sem einhvers konar nútíma Hallgerður langbrók sem hrindir af stað skelfilegri atburðarás, drifinn áfram af djúpri sorg og nánast skiljanlegum hefndarþorsta.

Undir trénu er öðrum þræði nútíma Njála  þar sem smávægilegar nágrannaerjur stigmagnast og enda í mannvígum í skugga inngróinnar hefndarskyldu Íslendingasagnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum