fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Undir trénu fékk Menningarverðlaun DV

Fókus
Laugardaginn 6. október 2018 16:40

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri myndarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV voru veitt við hátíðlega athöfn í gær í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar við Suðurlandsbraut. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu. Í þetta skiptið voru verðlaunin veitt í sjö flokkum; leiklist, tónlist, kvikmyndum, myndlist, bókmenntum, fræðiritum og stafrænni miðlun auk sérstakra heiðursverðlauna.

Þá voru einnig af­hent verðlaun þeim sem fékk flest at­kvæði meðal al­menn­ings í net­kosn­ingu þar sem al­menn­ingi gafst kost­ur á að velja úr hópi allra þeirra sem til­nefnd­ir voru í öll­um flokk­um.

Í flokknum kvikmyndir fengu Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð Menningarverðlaun DV.

Í umsögn dómnefndar sagði:

Undir trénu er ákaflega vel heppnuð kvikmynd sem sækir ekki síst styrk sinn í úthugsað og vel skrifað handrit og einvalalið leikara sem skilar sannfærandi persónum í erfiðum og flóknum aðstæðum í kolsvartri, dramatískri kómedíu.

Steindi jr. sýndi og sannaði að heilmikið er í hann spunnið sem leikara. Þá sýndi Selma Björnsdóttir átakanleg en um leið fyndin og Þorsteinn Bachmann ítrekaði eina ferðina enn að hann er orðinn einn allra besti kvikmyndaleikari landsins. Að öðrum ólöstuðum er þó mestur fengur í ástælustu gamanleikurum síðari tíma, Sigga Sigurjóns og Eddu Björgvins, sem sýndu á sér nýjar hliðar og þá fyrst og fremst Edda sem fór með himinskautum sem einhvers konar nútíma Hallgerður langbrók sem hrindir af stað skelfilegri atburðarás, drifinn áfram af djúpri sorg og nánast skiljanlegum hefndarþorsta.

Undir trénu er öðrum þræði nútíma Njála  þar sem smávægilegar nágrannaerjur stigmagnast og enda í mannvígum í skugga inngróinnar hefndarskyldu Íslendingasagnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Í gær

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Í gær

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi