fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fókus

Lítt þekkt ættartengsl: Fallni forstjórinn og fornleifafræðingurinn

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið hefur verið viðburðaríkt hjá systkinunum Magnúsi Ólafi Garðarssyni og Völu Garðarsdóttur.

Magnús Ólafur hefur staðið í ströngu í tengslum við fall umdeildasta fyrirtækis landsins, United Silicon, sem og meintan vítaverðan akstur á Tesla-glæsibifreið sinni. Magnús Ólafur er grunaður um stórfellt auðgunarbrot og skjalafals á meðan hann starfaði fyrir United Silicon og stendur rannsókn málsins yfir.

Vala hefur undanfarin misseri stýrt fornleifauppgreftri á Landsímareitnum. Þar er ráðgert að byggja upp glæsilegt hótel en þær fyrirætlanir hafa fallið í grýttan jarðveg hjá hópi sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðsins.

Um mikið tilfinningamál er að ræða og hefur Vala tekist hart á við talsmenn Varðmanna. Á dögunum steig hún fram og sakaði ónafngreinda menn innan hópsins um að hafa kallað hana „unga sæta fornminjafræðinginn“ og klipið hana svo í rassinn. Ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“