fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Lögreglumaður sá konu ganga 20 km til vinnu dag hvern – Greip til sinna ráða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. október 2018 06:46

Jaylesya Corbett á leið til vinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaðurinn Scott Bass, sem starfar í Nash sýslu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, sá dag einn unga konu á gangi á vaktsvæði hans. Hann leiddi hugann ekki meira að þessu en þegar hann sá hana á gangi á næstum sama tíma daglega fór hann að forvitnast um ástæður þess.

Konan Jaylesya Corbett býr í Stone Gate hjólhýshverfinu í Rocky Mount en vinnur á veitingastað í Nashville. Þarna á milli eru um 10 km. Hún á ekki bíl og gekk því til og frá vinnu daglega en þetta tók hana um þrjár klukkustundur á dag. Engar almenningssamgöngur eru þarna á milli.

Bass dáðist að dugnaði hennar en sama hvernig viðraði, alltaf gekk Corbett til vinnu og stóð síðan við afgreiðslustörf allan daginn. Hann ræddi við hana og kynntist henni og komst þannig að ástæðunni fyrir daglegri göngu hennar um varðsvæði hans. Hann ók henni einnig oft til vinnu til að létta undir með henni og bað vinnufélaga sína að hafa Corbett í huga ef þeir rækust á hana.

Bass ákvað að reyna að létta undir með Corbett og fékk því Walmart í Nashville í lið með sér og gaf henni reiðhjól til að létta undir með henni og auðvelda henni að komast til og frá vinnu.

Scott færir Corbett reiðhjólið góða.

„Ég vildi hjálpa Jaylesya því hún gengur 20 km til og frá vinnu daglega, óháð hita, rigningu eða sólskini, stendur upprétt allan vinnudaginn og gengur aftur heim. Þetta er aðdáunarvert.“

Hefur The Enterprise eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru