fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Hvað mun Hvalárvirkjun hafa í för með sér ? Sjáðu myndbandið frá Landvernd

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. október 2018 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfissamtökin Landvernd birtu í morgun áróðursmyndband er nefnist „Hvað felst í Hvalárvirkjun?“ Þar eru tilgreindar neikvæðar afleiðingar þess að virkjunin rísi í Árneshreppi, en framkvæmdir eru áætlaðar í Ingólfsfirði, Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði.

Vitnað er í Skipulagsstofnun, sem sagði að áhrif Hvalárvirkjunar á landslag og víðerni verði „verulega neikvæð“.

Þá eru sýndar landslagsmyndir frá svæðinu, af fossum og fallegu víðerni og tilgreint að virkjanaframkvæmdirnar felist í fimm stíflum, fjórum lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi, veglagningu, efnistöku og flutningi á jarðvegi, sem hafa muni áhrif á vötn og fossa er njóta verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.

Ekki er tilgreint í myndbandinu um aðrar leiðir til að auka raföryggi á Vestfjörðum, en talsmenn virkjunarinnar hafa bent á að með Hvalárvirkjun gæti flutningsöryggi þúsundfaldast, sé rétt haldið á spöðunum, enda sé enginn annar virkjunarkostur í boði sem ráði við álagið. Þá sé um að ræða vistvænustu orku sem í boði sé.

Kort af virkjunarsvæðinu
Mynd/vatnsidnadur.net

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn