fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Ragga nagli – „Listinn yfir hvað má borða kemst fyrir aftan á frímerki“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. október 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um ákvarðanir okkar í matarvali.

Matarplön og megrunarkúrar segja þér HVAÐ, HVENÆR og HVERSU MIKIÐ þú átt að borða.

Hvenær þú mátt borða fer eftir klukku en ekki svengd.
Sem þýðir að þú borðar oft þegar þú ert ekki svangur. Og borðar ekki þegar þú ert svangur.

Listinn yfir hvað má borða kemst fyrir aftan á frímerki.

Hversu mikið þú átt að borða fer eftir grömmum, útreikningum, vigt og skammtastærð.
Ekki eftir seddumerkjum líkamans.

Þú hunsar skilaboðin frá maganum sem segja: „Hey gaur, þetta var ekki alveg nóg. Ég er ennþá vanræktur hérna niðri.“

Þegar þú svo borðar það sem „Má ekki“ ertu að svindla.
Þú ert óþekkur. Skammast þín.
Það gerist í húmi nætur. Einn inni í eldhúsi. Í felum fyrir krökkunum.

„Æi er hvort sem er búin að eyðileggja daginn… get alveg eins bara klárað pokann.“

Með sammara og móral á eftir.

En matarplön og megrunarkúrar taka aldrei á því HVERS VEGNA þú tekur óhjálplegar ákvarðanir í matarvali.

Ertu að borða af öðrum ástæðum en hungri?

Af því þú ert stressaður, leiður, stúrinn, svekktur, dapur.
Er súkkulaði verðlaun eftir langan og leiðinlegan vinnudag.

„Ég á þetta skilið, fjandinn hafi það.“

Er matur vinur þinn þegar þér leiðist á kvöldin eftir að krakkarnir eru farnir að sofa og kallinn er í vinnunni.
Er matur hækja sem þú styðst við þegar streitan keyrir eins og Formúlubíll um æðarnar og óróleikinn og spennan stigmagnast með hverri mínútu.

HVERS VEGNA við viljum borða ræður því hvað við veljum að borða.
Þegar þú ert pirraður, stressaður, kvíðinn eða einmana ertu ekki að fara að henda 150 grömmum af laxi á grillið og brokkolí í pott.
Ó nei Hósei… þá teygirðu þig í Dórítósið og Hómblestið.

Ef þú ert að næra þig eftir góða æfingu ertu hinsvegar líklegri að velja fæðu sem styður við gildi þín og markmið.

Komdu með þennan lax allan daginn.

Þegar þú kemst aftur í tengsl við líkamann og ferð að treysta á sjálfan þig í ferlinu þarftu ekki matarlöggu til að skipa þér fyrir.

Þú þarft ekki að svindla og byrja aftur á morgun.

Valfrelsi og sjálfstraust er lykillinn að langtímaheldni.

Það mataræði sem virkar er það sem þú getur haldið þig við sama hvað á dynur.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök
Fókus
Fyrir 5 dögum

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot