fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

„Ég er Evrópumeistari í liggjandi lúftgítar og borða mat sem dettur í gólfið“

Ragga nagli sýnir á sér hina hliðina

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. janúar 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Hún er nú stödd hér á landi og er önnum kafin við að undirbúa kynningar og fyrirlestra sem eru framundan næstu daga. Hún gaf sér tíma til að sýna lesendum DV á sér hina hliðina og svara nokkrum undarlegum spurningum.

Hverjum líkist þú mest?
Í útliti líkist ég mest föður mínum. Ég er eins og stimpill af honum, bæði í framan og í líkamsbyggingu. Málfarslega líkist ég hins vegar móður minni. Skapgerðin er mín eigin held ég, er samt alltaf að reyna að líkjast meira manninum mínum og hans stóísku ró.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég sé sjúklega sterk og heljarmenni að burðum af því ég kalla mig Nagla. En Nagla-titillinn er tilkominn því mér leiðast afsakanir hjá sjálfri mér og vil alltaf sækja á brattann og ögra sjálfri mér.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Samskiptatækni. Hvernig við notum tungumálið til áhrifaríkari samskipta. Það myndi koma í veg fyrir margan ágreininginn, bæði faglega sem og í fjölskyldum. Til viðbótar við það væri tilfinningalæsi gott aukafag, þar sem við samþykkjum og leyfum bæði okkur og öðrum að upplifa allt tilfinningarófið. Bæði neikvæðar og jákvæðar tilfinningar.

Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund krónum á klukkutíma, í hvað verslun færirðu?
Nettó, útópíu heilsumelsins. Og ég myndi eyða allri hýrunni í alls konar fyrir átvögl á Heilsudögunum sem nú standa yfir og spara mér þannig 25% af hverju gúmmelaði og geta þá keypt enn meira fyrir aurinn.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Það er betra að sjá eftir því sem maður gerði, en því sem mann langaði að gera en gerði ekki.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Don’t let the sun go down on me, dúettinn með George Michael og Elton John. Það lag á sérstakan stað í hjartanu.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Fjöllin hafa vakað með Egó. Ég er Evrópumeistari í liggjandi lúftgítar.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Eins og öll velmegunarbörn áttunda áratugarins þá get ég farið með Dirty Dancing afturábak og áfram

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Já, algjörlega. Ég þoli ekki matarsóun. Borða líka mat sem dettur í gólfið. Og mat sem er jafnvel farinn að lykta. Ég held að þess vegna sé ég með svo sterkt ónæmiskerfi og verð aldrei lasin.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Er nýhætt að drekka sykurlaust gos og er mjög stolt af að hafa masterað það. Hins vegar hef ég margoft reynt að minnka tyggjójórtrið mitt en án árangurs. Allir þurfa að hafa einhvern löst er það ekki?

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Mikilvægi heimsfriðar.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Þegar einhver flautar lagstúf. Sérstaklega á almannafæri.

Hvaða viðburði sérðu mest eftir að hafa misst af?
Brúðkaupi í Bahrain sem okkur hjónum var boðið í. Okkur fannst það svo dýrt ferðalag en við hefðum bara átt að taka neyslulán, yfirdrátt, kúlulán eða gúmmítékka. Lífið er nefnilega núna!

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Í samlokusjoppu í Edinborg árið 2001 að búa til samlokur fyrir háskólanema í hádegishléi. Það var ótrúlega leiðinleg og lítið gefandi vinna fyrir hugrænan þroska og sálartetrið.

Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Úff, er að ná líkamlegum afrekum reglulega í ræktinni en þau mælast yfirleitt í nifteindum en gera mig þá þessum millimetra betri í dag en í gær. Það getur verið einni endurtekningu fleira, eða aðeins þyngri lóð á stönginni, aðeins hærra stökk eða erfið æfing sem ég hef ekki gert í langan tíma og er skyndilega skítlétt.

Ef þú yrðir handtekin án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hafir gert af þér?
Borðað af mat annarra veitingahúsagesta.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Að búa í útlöndum. Það víkkar sjóndeildarhringinn að kynnast menningarheimum, annarri pólitík, læra nýtt tungumál. Maður öðlast víðsýni og fordómaleysi við að tileinka sér ný gildi og þekkja aðra siði og venjur.

Hvað verður orðið hallærislegt eftir fimm ár?
Að veipa.

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Sveppi í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?
Nehei, ég myndi rétta honum hreint handklæði og bjóða honum svo að setjast inn í stofu, fullklæddum auðvitað og spjalla yfir LOHILO ís. Þá myndi ég þjálfa kviðvöðvana með hláturskasti og þyrfti ekki að fara í ræktina.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Adele. Fór á tónleika með henni þar sem hún talaði milli laga og ég væri til í að setjast inn í eldhús með henni og borða kex og drekka te og hlusta á hana tala um heima og geima. Hún er alþýðleg, fyndin og skemmtileg.

Hvað er framundan um helgina?
Verð með kynningar á Heilsudögum Nettó að kynna nýja LOHILO prótínísinn, nýtt vegan prótín frá NOW og með fræðslu og ráðgjöf um bætiefni og vítamín. Á sunnudag verð ég síðan með erindi á ráðstefnunni Bara það besta 2018 ásamt frábærum fyrirlesurum eins og Ólafi Stefánssyni og Vilborgu Örnu.

Ragga nagli er virk á heimasíðu sinni og samfélagsmiðlum undir eigin nafni:
www.ragganagli.com
Instagram: ragganagli
Facebook/Ragga Nagli
Snapchat: Ragga Nagli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“