fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Banvænt teygjustökk

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 15. janúar 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítug kona lést eftir að hafa farið í teygjustökk á dögunum. Atvikið átti sér stað í Colorado í Bandaríkjunum þann 4. janúar síðastliðinn í Silo-trampólíngarðinum í Grand Junction.

Ekki er vitað hvað fór úrskeiðis en rannsókn á öryggisbúnaði eftir slysið leiddi í ljós að hann var í lagi. Frekari rannsókn mun þó fara fram.

Fallið sem um ræðir var um rúmir tuttugu metrar og er konan, Ciara Romero, sögð hafa verið hikandi áður en hún lét vaða. Á myndbandi má sjá starfsmenn kanna öryggisbúnaðinn áður en hún stökk og virtist allt vera í himnalagi.

Að því er News Channel 5 greinir frá er ein kenning sú að önnur hönd Romero hafi flækst í teygjunni og opnað öryggisfestingu í stökkinu með fyrrgreindum afleiðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun