fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Fullkomnar aðstæður fyrir útbreiðslu ebólu á næstu vikum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 14:34

Ebólu veira. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ebólufaraldur geisar nú í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó en 97 hafa látist af völdum veirunnar á undanförnum vikum. Peter Salama, yfirmaður neyðarviðbragðsteymis Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, óttast að veiran eigi eftir að breiðast enn frekar út og valda enn frekara manntjóni. Hann segir að aðstæður í landinu skapi fullkomnar aðstæður fyrir enn verri faraldur.

Uppreisnarmenn hafa staðið fyrir árásum í Kivu-héraðinu, þar sem faraldurinn geisar, á undanförnum vikum og hefur árásunum fjölgað á undanförnum vikum. Hjálparstarfsmenn hafa því neyðst til að yfirgefa bæinn Beni þar sem faraldurinn braust út.

Auk ofbeldisaðgerða uppreisnarmanna er mikill órói í landinu vegna yfirvofandi kosninga. Ótti og ranghugmyndir um veiruna er óspart notaður af stjórnmálamönnum í baráttunni. Þetta veldur því að almenningur missir trú á heilbrigðisstarfsfólki að sögn Salama sem segir ástandið í landinu vera mjög alvarlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 1 viku

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 1 viku

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni