fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Hjörvar: „Besti dagur ævi minnar var þegar myndbandið lak út“

Pamela Anderson kom til tals í Brennslunni í morgun

Kristín Clausen
Föstudaginn 28. október 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tek Pamelu fram fyrir Kristján Loftsson hvenær sem er.“ Þetta sagði blaðamaðurinn Benedikt Bóas Hinriksson í spjalli við þá Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla Kjartansson í Brennslunni á FM957 í morgun.

Benedikt tókst fyrr í vikunni að landa viðtali við fyrrum Baywatch stjörnuna Pamelu. Viðtalsefnið var þó ekki á persónulegum nótum heldur fjallaði um hvalveiðar, en Pamela er mikill dýraverndunarsinni. Í viðtalinu segir hún meðal annars að Ísland sé hræðileg þjóð sem stærir sig af að drepa hvali.

Þá segir Pamela að einn maður græðir á hvalveiðum á Íslandi og kalli þannig skömm yfir alla þjóðina. Þar á hún við Kristján Loftsson, framkvæmdarstjóra Hvals hf.

Yndislegur dagur

Eftir stutt spjall í Brennslunni þar sem blaðamennirnir þrír tjáðu eilífa ást sína á Pamelu og hvernig hún mótaði æskuár þeirra sagði Hjörvar.

„Besti dagur ævi minnar var þegar myndbandið lak út og ég vissi að ég væri að fara að fá það í hendurnar. Það var yndislegur dagur.“

Eldist ekki neitt

Þar á Hjörvar við myndband af Pamelu og fyrrverandi eiginmanni hennar Tommy Lee í ástarleik. Myndbandið, sem þau sögðu að hefði verið stolið af heimili þeirra, fór í umferð á veraldarvefnum árið 1998. Þrátt fyrir að vera komið nokkuð til ára sinna lifir það enn góðu lífi á netinu.

„Þetta eldist ekki neitt,“ sagði Benedikt um myndbandið.

Grænt ljós

Þá sagði Bóas að það hefði verið nokkuð verk að ná tali af Pamelu og hann þurfti að lofa því að spyrja ekkert út í Baywatch árin. „Ég fór í gegnum 5 aðstoðarmenn og þurfti að senda spurningarnar fyrirfram. Það leið yfir mig þegar hún hringdi.“

Áður en viðtalið við Pamelu fór í prent sendi Benedikt aðstoðarkonu hennar afrit. Hún skildi ekkert í því hvað stóð í viðtalinu en gaf engu að síður grænt ljós á þar sem henni líkaði það sem hún sá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig