fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Snæbjörn: „Bönnum börn í strætó“

Segir „45 börn í bandi „eins og smitvopnafaraldur“

Auður Ösp
Mánudaginn 3. október 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar bandið losnar og þessir hormaurar raða sér á garðann, gólfið, sætin, upp um loft og rúður og snýta sér yfir teiknimyndasögurnar mínar þá missi ég trúna á allt sem gott er,“ segir Snæbjörn Ragnarsson eða Bibbi eins og flestir kalla hann, bassaleikari þungarokkssveitarinnar Skálmaldar. Í pistli sem birtist á Stundinni tekur hann fyrir þá þjóðfélagshópa sem vekja hjá honum litla hrifningu sem samferðamenn í strætisvögnum, einkum og sér í lagi börn sem hann segir vera með öllu óþolandi þegar þau ferðast saman í stórum hópum.

Í pistlinum sem ber heitið „Bönnum börn í strætó“ kveðst Bibbi nýta sér strætisvagnaferðir oft í viku og óski þess að geta nýtt ferðirnar til að slíta sig frá amstri hversdagsins. Það sé þó ekki alltaf í boði þar sem ákveðnir farþegar komi í veg fyrir það, til að mynda með háværu tali eða stækri ilmvatnslykt.

Verst sé þó þegar heilu leikskólahóparnir koma inn í vagninn og taka hann undir sig, eða eins og Bibbi lýsir því:

„Eitt barn í strætó er yfirleitt í lagi, nema að það ilmi af kúk og/eða ælu. Tvö börn eru yfirleitt óþolandi og allt þar yfir er alger pest. Því segir það sig algerlega sjálft að 45 börn í bandi eru eins og smitvopnafaraldur.“

Segir Bibbi vagninn undirlagaðan af pollagallalykt og brjálæðisaugnaráðum. „Þetta gerist nú sem betur fer ekki oft en þegar þetta hendir hugsa ég raunverulega um það að fara út úr vagninum og bíða eftir næsta. En ég kemst auðvitað ekki út vegna þess að litlir barnsskrokkar þekja gólf og ganga. Maður má víst ekki stíga á börn. Synd og skömm.“

Bibbi tekur þó skýrt fram að vandamálið liggi hjá honum sjálfum og það sé undir honum komið að taka á þessu viðhorfi. Rétt eins og hjá öðrum aðilum, til að mynda þeim sem vilja banna hunda í strætisvögnum.

„Svo það sé alveg á kristaltæru eru hundarnir ekki vandamálið heldur þú, óumburðarlyndi og samkenndarlausi fáviti. Og börnin með horið fljótandi niður lambhúshetturnar eru ekki vandamálið heldur ég.“

Hér má lesa pistil Bibba í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Í gær

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“