fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Örlög alþýðufólks í Þjóðleikhúsinu

Leikverkið Horft frá brúnni var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um helgina

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. október 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikritið Horft frá brúnni eftir Arthur Miller var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um helgina og var margt um manninn á sýningunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Horft frá brúnni er almennt talið eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar en það segir frá örlögum alþýðufólks í hafnarhverfi í New York. Þetta er verk um forboðnar ástir, svik og leitina að frelsi í landi tækifæranna, eins og segir á vef Þjóðleikhússins.

Leikstjóri sýningarinnar heitir Stefan Metz og hefur hann starfað í virtum leikhúsum víða um Evrópu. Hann setti upp verkið Eldraunin í Þjóðleikhúsinu nýverið en það verk er einnig eftir Arthur Miller.

Einvala lið leikara kemur fram í Horft frá brúnni. Má þar nefna Arnar Jónsson, Hilmi Snæ Guðnason, Láru Jóhönnu Jónsdóttur, Snorra Engilbertsson og Baltasar Breka Samper.

Lísa Charlotte Harðardóttir og Sigurður Sigurjónsson sýndu sig og sáu aðra í Þjóðleikhúsinu um helgina. Sigurður leikur sem kunnugt er í einleiknum Maður sem heitir Ove.
Flott hjón Lísa Charlotte Harðardóttir og Sigurður Sigurjónsson sýndu sig og sáu aðra í Þjóðleikhúsinu um helgina. Sigurður leikur sem kunnugt er í einleiknum Maður sem heitir Ove.
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri og Kristbjörg Kjeld leikkona voru í góðu skapi á frumsýningunni, enda engin ástæða til annars.
Góðir vinir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri og Kristbjörg Kjeld leikkona voru í góðu skapi á frumsýningunni, enda engin ástæða til annars.
Ragnheiður Eiríksdóttir, einnig þekkt sem Heiða í Unun, lét sig ekki vanta á frumsýninguna. Hér sést hún með syni sínum, Óliver Elvarssyni.
Með syninum Ragnheiður Eiríksdóttir, einnig þekkt sem Heiða í Unun, lét sig ekki vanta á frumsýninguna. Hér sést hún með syni sínum, Óliver Elvarssyni.
Leikararnir Friðrik Friðriksson og Gunnar Hansson voru brosmildir á frumsýningunni. Báðir skarta þeir myndarlegu skeggi.
Órakaðir og fínir Leikararnir Friðrik Friðriksson og Gunnar Hansson voru brosmildir á frumsýningunni. Báðir skarta þeir myndarlegu skeggi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“