fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Facebook bannar auglýsingu VG vegna nektar: Sjáðu myndbandið

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 24. október 2016 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„VG er svo töff um þessar mundir að þeim hefur tekist að fá Facebook til að banna sig. Fyrir nekt! Þetta er fyndin og skemmtileg auglýsing,“ segir rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson um auglýsingu Vinstri grænna.

Þar bregður fyrir nakinni konu með hestshaus maka rauðum lit á vegg. Þá má sjá Ragnar Kjartansson listamann þar sem hann segir að Vinstri græn átti sig á mikilvægi listar og menningu. Ragnar segir:

„Líka djúp ljóð og asnalega skúlptúra. Vertu með og leyfum samfélaginu að blómsta.“

Þá fjallar Frosti Logason annar stjórnandi Harmageddon um myndskeiðið en hann segir:

„Þetta myndband, sem facebook hefur nú fjarlægt af netinu, tekur mig aftur um þónokkur ár til þess tíma þegar hljómsveitirnar Mínus og Kanada fóru saman í mínítúr um Reykjavík undir yfirskriftinni „Gubbaðu ástin mín“. Hugmyndin var auðvitað komin frá Ragnari, sem þá kallaði sig Rassi Prump, og sá hann líka um allar myndskreytingar og listrænt útlit. Sköpunargleði hans og almennilegheit verða seint ofmetin. Heill þér Ragnar Kjartansson.“

Hér fyrir neðan má sjá þessa umdeildu auglýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“