fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

„Búinn að vera með krónískan magaverk í tvær vikur“

Atli Fannar Bjarkason og Berglind Festival verða í Vikunni með Gísla Marteini í vetur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. október 2016 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er vægast sagt gríðarlega stressaður fyrir þessu,“ segir Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, við DV. Hann hefur verið ráðinn til að vera með innslög í þættinum Vikan með Gísla Marteini í vetur.

Fyrsti þáttur vetrarins fer í loftið annað kvöld klukkan 21:15.

Atli segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart að vera boðið að taka þátt í þættinum. „Mig grunar að Gísli Marteinn hafi verið búinn að fá nóg af bröndurum um unglegt útlit sitt og ákveðið að fá eina manninn sem lítur út fyrir að vera yngri en hann, miðað við raunverulegan aldur, í þáttinn sinn,“ segir hann kíminn.

Hann segist vera mikill aðdáandi þáttarins, eins og sést hafi á Nútímanum síðasta vetur. „Það var oftar en ekki hægt að koma auga á skemmtilegt efni í þættinum og vísa í á vefnum.“

Atli viðurkennir fúslega að hann sé uggandi. „Ég er búinn að vera með krónískan magaverk í tvær vikur og er kominn upp á eitthvað nýtt stig í að efast um sjálfan mig,“ segir hann við DV.

Auk Atla mun Berglind Pétursdóttir, Berglind Festival, taka að sér stærra hlutverk og vera með innslög í þættinum eftir að hafa komið inn í ritstjórnina í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“