fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Líkamsárás á starfsmannakvöldi Wow Air – Flugmaður fluttur á bráðadeild

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 9. september 2018 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður Wow Air lenti í líkamsárás síðastliðið föstudagskvöld og var fluttur á bráðadeild Landsspítalans með áverka á höfði. Frá þessu greinir Fréttablaðið og kemur þar fram að brotaþoli hafi verið flugmaður og gerandinn flugþjónn, sem nú hefur látið af störfum.

Talið er að flugþjónninn hafi ráðist á flugmanninn með matardisk og að töluvert af blóði hafi sést á vettvangi. Atvikið átti sér stað á Hard Rock Café en þar fór fram skemmtikvöld sem var skipulagt af starfsmannafélagi Wow Air. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, staðfestir að líkamsárásin hafi átt sér stað og segir að brotaþolinn hafi fengið viðeigandi aðstoð og sé nú á batavegi.

Starfsmenn flugfélagsins fengu allir tölvupóst frá flugfélaginu um helgina en þar kemur fram að margir hefðu haft áhyggjur eftir árásina skyndilegu. Þá er minnst á að margir hafi myndir af árásinni á símum sínum og eru allir beðnir um að eyða myndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum