fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Lof mér að falla frumsýnd á föstudag – Raunsæ mynd úr hörðum heimi fíkninnar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. september 2018 15:30

Þungt hugsi Eyrún Björk í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki. Þetta er hin átján ára og óttalausa Stella sem Magnea heillast að.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Baldvins Z, Lof mér að falla, verður frumsýnd á föstudag, en myndin er byggð á sönnum atburðum.

Myndin segir frá hinni fimmtán ára Magneu (Elín Sif Halldórsdóttir), sem kynnist Stellu (Eyrún Björk Jakobsdóttir), sem er átján ára, og þróar sterkar tilfinningar til hennar. Stella notfærir sér þetta og leiðir Magneu inn í grimman heim sem tekur toll af þeim báðum. Sagan gerist yfir margra ára skeið og gengur út á örlagarík uppgjör, minningar og kaldan veruleika fíkninnar og aðstandenda ungmenna í neyslu.

Myndin hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto sem fram fer 6.-16.september.

Ljósmynd: DV/Hanna

Elín Sif Halldórsdóttir, sem leikur Magneu, var í viðtali í DV í ágúst. Blaðamaður DV ræddi við Elínu um áhugasvið hennar, brautina fram undan, erfiðar raunir og hvar hjartað liggur hjá ungri listakonu með allan heiminn og ferilinn frammi fyrir sér. Í viðtalinu segir hún meðal annars að hlutverkið hafi verið henni gríðarleg áskorun og hefur hún varað afa sinn við því að horfa á lokaafraksturinn.

DV gat ekki setið á sér að birta dóm um myndina, sem lesa má hér.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi