fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Einn af hverjum fjórum finna fyrir sjúklegri streitu

Engin sértæk meðferð er til við sjúkdómnum

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 12. október 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Streita er almennt hugtam yfir upplifun og líffræðileg viðbrögð við álagi.“ Þetta segir í grein í Læknablaðinu eftir Ólaf Þór Ævarsson, geðlækni við Institutet för stressmedicin í Gautaborg en mikil vakning hefur verið um sjúkdóminn síðustu ár.

Flokkuð með geðrænum sjúkdómum

Í grein Ólafs segir að á nýrri öld hafi þekkingin á streitu og áhrifum hennar á heilann aukist með betri greiningartækni og rannsóknum á heilastarfseminni.

„Sýn okkar á starfsemi heilans er að breytast og hin miklu áhrif streitunnar á hann sem og önnur líffæri koma betur í ljós.“

Þá segir að sænskar rannsóknir hafi mælt aukningu í streitutengdu heilsutapi, til dæmis kransæðasjúkdómum og þunglyndi, og athuganir á lýðheilsu sýna mikla kostnaðaraukningu í veikindafjarveru vegna sálfélagslegra álagsþátta

„Talið er að allt að einn af hverjum fjórum finni fyrir streitu í starfi,“ segir jafnframt í grein Ólafs.

Í greininni kemur fram að sjúkleg streita sé flokkuð með geðrænum sjúkdómum þrátt fyrir að einnig sé um að ræða líkamleg einkenni.

Sjúkleg streita

Sjúkdómsgreining sjúklegrar streitu byggir þó enn sem komið er eingöngu á klínískum einkennum. En vegna aukins kostnaðar í sænska heilbrigðiskerfinu vegna streitu vildu heilbrigðisyfirvöld efla greiningartækni sem leiddi til þess að gerð voru nákvæmari greiningarskilmerki fyrir sjúklega streitu sem notuð hafa verið síðan 2005 í Svíþjóð.

Greiningin byggir á flokkun evrópska sjúkdómsflokkunarkerfisins (ICD) en skilgreinir að einkennin þurfi að hafa staðið í að minnsta kosti tvær vikur, að til staðar hafi verið streituvaldar í að minnsta kosti 6 mánuði og bætt hefur verið við nákvæmari lýsingum á einkennum.

Einkennunum má lýsa á eftirfarandi hátt:

Hamlandi ofurþreyta með minnkuðu frumkvæði, skorti á úthaldi eða óeðlilega mikilli þörf fyrir hvíld. Vitrænar truflanir með minnistruflunum og skertri einbeitingu eru mjög áberandi. Lækkað álagsþol. Tilfinningalegt ójafnvægi eða pirringur. Svefntruflanir. Truflandi líkamleg einkenni eins og stoðkerfisverkir, hjartsláttaróþægindi, meltingartruflanir, svimi og viðkvæmni fyrir hávaða og áreiti.“

Þá segir að sjúkdómsgangur sé oft langdreginn og sjúkleg streita greinist á ólíkum stigum. Aðdragandinn getur verið nokkur ár með breytilegum styrk einkenna og að lokum skyndilegri þegar alvarlegustu stigum er náð með mikilli vanlíðan og skerðingu á vinnufærni.

Engin sértæk meðferð er til. Stuðningur og fræðsla eru mikilvægir þættir líkt og við endurhæfingu eftir hjartaáfall. Allt er gert til að efla heilastarfsemina á nýjan leik og endurheimta fyrri getu.

Skerða lífsgæði

Oft eru notuð geðlyf til að bæta svefn og gegn sjúklegri depurð og kvíða eða geðsveiflum sem í sumum tilfellum geta komið fram.

Árangurinn af lyfjameðferðinni er góður en eftir standa einkenni um skert minni, einbeitingu og álagsþol sem trufla starfsgetu og lífsgæði verulega.

Meðferðin sem beitt er gegn þessum einkennum eru stuðningur, fræðsla og vel skipulögð þjálfun sem tímasett er af nákvæmni og miklu máli skiptir að gerð sé endurhæfingaráætlun til langs tíma til að skapa öryggiskennd og svigrúm fyrir hæfilega blöndu þjálfunar og hvíldar.

Regluleg hreyfing skiptir máli

Þá er afar mikilvægt að auka virkni ekki of hratt. „Komið hefur í ljós að regluleg hreyfing hefur mikil og góð áhrif á bataferlið og margar rannsóknir sýna að dagleg hreyfing í tæpa klukkustund hefur umtalsverð og mikilvæg áhrif á heilastarfsemina ekki síður en á vöðvastyrk og þol.“

Árangur er góður hjá flestum. Þó er mikilvægt að hafa í huga að meðferð getur tekur langan tíma og að um þriðjungur er enn með einkenni eftir allt að tvö ár. Horfur eru þeim mun betri því fyrr sem meðferð hefst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar