fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Sýrlenskum flóttabörnum þrælað út í þágu tískurisa

Auður Ösp
Fimmtudaginn 27. október 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrsta skiptið sem þú sérð barn sitja í hnipri yfir saumavél í sjóðheitu, loftlausu verksmiðjuherbergi mun ásækja þig að eilífu,“ segir fréttarmaður BBC sem fór til Istanbúl að kynna sér vinnuaðstæður sýrlenskra flóttabarna sem látin eru vinna þrælkunarvinnu í fataverksmiðjum í þágu vinsælla tískurisa. Segir hann ekkert hafa getað búið sig undir þann hrylling sem blasti við en þetta kemur fram í heimildamyndinni Undercover: The Refugees Who Make Our Clothes sem sýnd var á BBC síðastliðið mánudagskvöld.

Umræddur fréttamaður, Darragh MacIntyre segir að á einum stað hafi verið búið að troðfylla kjallaraherbergi af ungum börnum, og mörg þeirra varla meira en sjö eða átta ára. Hann rifjar upp augnblik þegar hann náði í örstutta stund augnsambandi við ungan dreng sem hafði litið upp frá saumavélinni. Sá brosti til hans lítillega áður en hann vatt sér strax aftur að vinnunni. „Eins og að vera kýldur í magann,“ ritar blaðamaðurinn.

Gert er ráð fyrir að rúmlega þrjár milljónir Sýrlendinga hafi sótt um hæli í Tyrklandi undanfarin misseri en fæstir þeirra hafa þó atvinnuleyfi, og vinna því svarta vinnu þar sem réttindi þeirra eru hlunnfarin og launin smánarleg. Þeir eru því tilvalið vinnuafl fyrir tískuiðnaðinn eða eins og blaðamaður orðar það: eins manns dauði er annars brauð.

Við vinnslu myndarinnar vingaðist MacIntyre við 15 ára gamlan pilt, Omar og fékk hann til að hitta sig eitt kvöldið og sýna sér merkin af fötunum sem hann hafði verið að sauma fyrr um daginn.

„Ég þekkti þessi merki undir eins, við erum að tala um eitt af þekktustu fatamerkjum Bretlands,“ segir hann.

140 krónur á tímann

Fleira kom upp úr krafsinu eftir að MacIntyre vingaðist við Omar og vini hans; til að mynda það að þeir eru látnir vinna fyrir tímakaup sem jafngildir 140 íslenskum krónum og látnir fela sig í hvert sinn sem eftirlitsmenn á vegum sumra fatarisanna koma í heimsókn til að kanna aðstæður í verksmiðjunum.

Jafnframt kemur fram að í sumum tilfellum taki þarlendir undirverktakar við pöntunum beint frá birgjum merkjanna- en án vitneskju tískufyrirtækjanna.

„Sannanir okkar leiða í ljós að stór og þekkt tískumerki eru að græða á flóttamönnum og börnunum þeirra. Fyrirtækin sem um ræðir halda því fram að þau séu á móti barnaþrælkun og hvers kyns misnotkun á sýrlenskum flóttamönnum. Hins vegar leiðir rannsókn okkar í ljós að stundum vita fyrirtækin ekki hvernig eða hvar fötin eru búin til.

Nær fullvíst er að misnotkun vinnuafls af þessu tagi mun halda áfram þar til fyrirtækin vita nákvæmlega hverjir það eru sem búa til fötin þeirra,“ segir jafnframt í grein BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Í gær

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug