fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Grétar keypti og gaf mat fyrir 60 þúsund

Styrkti fjórar fjölskyldur í stað þess að halda upp á fertugsafmælið

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 25. október 2016 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki ríkur maður, langt í frá.“ Þetta segir athafnamaðurinn Grétar Sigurðarson sem í stað þess að halda upp á fertugsafmælið sitt notaði peningana, sem annars hefðu farið í veisluna, og keypti mat fyrir fjórar fjölskyldur í neyð.

Árleg hefð

Grétar áætlar að hann hefði líklegast eytt 60 þúsund krónum í afmælisveisluna. Síðastliðinn sunnudag fór hann ásamt fjögurra ára syni sínum og eyddi sömu upphæð í Bónus.

Í framhaldinu keyrðu feðgarnir matarpokana út en fjölskyldurnar fjórar fann hann með aðstoð fólks sem hefur unnið í matarúthlutunum fyrir íslensk góðgerðasamtök.

„Það er rándýrt að fara fínt út að borða, eða að halda gott partí, og skilur ekki mikið eftir sig. Þetta var miklu skemmtilegra og héðan í frá verður þetta árleg hefð,“ segir Grétar.

Glorhungruð og hrædd

Hann segir það átakanlegt að horfa upp á og vita til þess hversu margir eigi um sárt að binda vegna fátæktar. Því þurfi að breyta.

„Að hitta þessi krakkagrey um helgina. Augun sýndu glögglega hversu glorhungruð, hrædd og þreytt þau eru. Það er alltof margt fólk í samfélaginu sem bráðvantar allt.“

Þá segir Grétar það algjörlega óásættanlegt að sumar einstæðar mæður þurfi, í lok mánaðar, að selja líkama sinn til að eiga fyrir mat ofan í börnin. „Þetta ástand er óásættanlegt.“

Hvetur fólk til að mæta

Grétar er þó alls ekki búinn að skila sínu til samfélagsins með þessu góðverki en næstkomandi sunnudag, 30. október, ætlar Grétar að vera með pallbíl fyrir framan Ugly Pizza og Dons Donuts á Smiðjuvegi.

Þar tekur Grétar á móti matarpokum og öðrum nauðsynjum sem verður í framhaldinu komið til fólks sem þarf sárlega á aðstoðinni að halda.

„Ugly Pizza styrkir okkur og ég ætla að gefa fullt af kleinuhringjum. Ég hvet fólk til að koma og leggja sitt af mörkum í stað þess að eyða peningum í vitleysu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 4 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna