fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Ásdís Rán ekki búin að gefast upp á karlmönnum

Líður best með tvo til þrjá ketti á heimilinu – Ekki búin að gefast upp á karlmönnum -Alltof upptekin til að vera á föstu

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 25. október 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta kemur allt með kalda vatninu,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, þyrluflugmaður, fyrirsæta og athafnakona, sem er nýlega flutt aftur til Íslands og er að standsetja nýja íbúð miðsvæðis í Reykjavík. Ásdís Rán er að velta því fyrir sér að klára atvinnuflugmanninn svo hún öðlist réttindi til að fljúga þyrlu á Íslandi. Þá er hún að leita sér að kynjaketti en kveðst alltof upptekin til að vera í föstu sambandi.

Ólýsanleg tilfinning að fljúga um háloftin

Ásdís heldur heimili í tveimur löndum, í Búlgaríu og á Íslandi. „Ég er búin að vera á Íslandi síðan í september en þá byrjaði dóttir mín í Austurbæjarskóla og við verðum hér að mestu leyti í vetur.“

Líkt og áður hefur komið fram er Ásdís orðin þyrluflugmaður og með próf á þrjár vélar, R22, tveggja sæta, og As350b2 og As350b3 sem eru 5–7 farþega vélar.

„Eins og er þá er lítið sem ég get gert á þessu sviði á Íslandi fyrr en ég er orðin atvinnuflugmaður þar sem þeir eru ekki með R22 hér til að leika sér á, hinar eru of dýrar í flugi svona til skemmtunar.“

Þá segir Ásdís að til að verða atvinnuflugmaður vanti hana 50 til 60 flugtíma og um það bil einn vetur í bóklegu námi erlendis.

„Þetta mun kosta töluverðan tíma og pening en væntanlega kemur allt með kalda vatninu, ef ég ákveð að slá til. Hins vegar er ég komin þangað sem ég ætlaði mér. Það er að segja að verða þyrluflugmaður og fljúga um fjöllin blá víðs vegar um heiminn.“

Langar í kött

Ásdís kveðst ekki vera búin að gefast upp á karlmönnum og viðurkennir að eiga elskhuga. „Það er nóg fyrir svona konu eins og mig sem ferðast of mikið og getur ekki verið til staðar fyrir hefðbundið samband.“

Þá er Ásdís að höttunum eftir kynjaketti. Hún segist vera týpan sem líður best með tvær til þrjár kisur heima hjá sér. Þar sem hún hafi verið svo mikið á faraldsfæti síðustu ár hafi hún ekki átt kött en nú gæti orðið breyting á.

„Ég fór á kattasýninguna í Garðheimum um helgina. Það var gaman að kíkja á allar þessar fallegu kisur og vonandi finn ég draumakisuna fljótlega.“

Þá er ýmislegt á döfinni hjá Ásdísi í vetur en hana langar í skíðaferðir, hún er farin að hlakka mikið til jólanna en stefnir á að eyða áramótunum í Búlgaríu.

Ekki mikill tími eftir

Ásdís viðurkennir að sýnin á lífið hafi breyst með árunum. „Ég hugsa töluvert meira út í hvað ég geri og ana ekki út í hlutina eins og skriðdreki.“

Líkt og svo mörgum finnst Ásdísi tíminn líða allt of hratt. „Ég á eftir að gera svo mikið. Mér finnst stundum eins og ég sé að keppa við tímaklukku og að það sé ekki nógu mikill tími eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun