fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Ingvar er einn af fremstu fjallahjólreiðamönnum landsins – Stærstu verkefni ársins framundan

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Ingvar Ómarsson er einn af fremstu fjallahjólreiðamönnum landsins og tekur þátt í fjölda móta á ári hverju. Nýlega keppti hann Evrópumeistaramótinu í fjallahjólreiðum sem haldið var í Glasgow, Skotlandi sem hluti af Evrópuleikunum, sem er nýr viðburður sem tengir saman fleiri en eina íþrótt.

 

„Keppnin var mjög erfið en þar sem hjólreiðar eru stærstar í Evrópu mætti segja að EM sé næstum því jafn erfitt mót og heimsmeistaramótið, en er þó alls ekki jafn stórt og hátt metið,“ segir Ingvar.

 

„Ég átti góða keppni en ég endaði í 46.sæti af 53 keppendum. Það sem stendur upp úr frá þessu móti er að mér tókst í fyrsta skipti á ferlinum að klára keppnina í heild sinni. Í stuttu máli þá er reglan sú að keppendur eru hringaðir út, en þessi keppni var 6 hringir sem tóku um 15 mínútur að meðaltali. Keppandi sem er hringaður út fær sitt sæti í úrslitum og telst þannig að hann hafi klárað, en það er töluvert erfiðara verkefni að hjóla nógu hratt til að láta fremstu menn ekki hringa sig út. Þetta tókst hjá mér og er klárt merki um bætingar á þessu ári.“

 

Framundan hjá Ingvari eru stærstu verkefni ársins, en það sem af er árinu hefur hann keppt mikið erlendis, til dæmis í heimsbikarmótum í Þýskalandi og Tékklandi í maí.

 

„Undanfarnar vikur hefég keppt á Íslandi, og hef tekið þrjá Íslandsmeistaratitla: í fjallahjólreiðum (ólympískum og maraþon vegalengd) ásamt götuhjólreiðum.“

 

„Í september mun ég taka þátt í stærstu mótum íþróttarinnar, en það eru heimsmeistaramótin í bæði ólympískum og maraþon fjallahjólreiðum. Fyrra mótið er haldið í Sviss og það seinna á Ítalu, en þarna verða aðeins sterkustu keppnismenn heims, að berjast um heimsmeistaratitilinn. Ólíkt öðrum keppnum á árinu, eru EM og HM mótin þannig að ég keppi fyrir hönd Íslands, en hingað til hef ég verið eini þáttakandi Íslands á þessu stigi íþróttarinnar. Þetta verða gríðarlega erfiðar keppnir, en mikilvægar bæði fyrir mig sem afreksmann, og sem landkynning fyrir Ísland á alþjóðasviði hjólreiða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun