fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Kennari missti vinnuna því hann vildi ekki heilsa konum með handabandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 19:00

Heyrir þetta sögunni til?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Múslimskur afleysingakennari við Ekebergskólann í Noregi vildi ekki heilsa konum með handabandi og því missti hann vinnuna. Í stað þess að heilsa konum með handabandi leggur hann hægri hönd sína á hjartastað og kinkar kolli. Rektor skólans telur þetta algjörlega óásættanlegt og endurnýjaði því ekki samning við kennarann.

Þetta kemur fram í Dagsavisen.

„Fólk heldur að þetta sé vegna þess að ég líti niður á konur en ég er ekki að reyna að gera grín að neinum. Hugmyndin á bak við þetta er að fækka freistingum. Ég skil íslam þannig að spámaðurinn, megi friður vera með honum, hafi bannað þetta og því fylgi ég þessu,“ sagði umræddur kennari í samtali við Dagsavisen.

Bente Alfheim, fyrrverandi rektor skólans, segir að stjórnendur skólans hafi vitað að þetta væri vandamál þegar maðurinn var ráðinn til starfa og þeir hafi frá upphafi sagt að þeir gætu ekki samþykkt þetta. Samt sem áður hafi verið ákveðið að ráða manninn tímabundið til að hann gæti öðlast reynslu á norskum vinnumarkaði.

„Ég sé ekki hvernig við eigum að verja fyrir starfsfólki, foreldrum og nemendum að hann heilsar ekki með handabandi,“ sagði hún.

Maðurinn segir að skólinn sé einfaldlega að nota málið sem yfirvarp til að losna við hann í stað þess að taka á þeim vandamálum sem eru í skólanum, en hann segist hafa þurft að þola kynþáttafordóma og ofbeldi af hálfu nemenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru