Hefur fengið sér einn drykk fyrir svefninn síðastliðin 60 ár
Ein elsta kona Bretlands sem fagnaði 110 ára afmælinu sínu í gær segir viskídrykkju lykilinn að langlífi sínu. Síðastliðin 60 ár hefur hún á hverju kvöldi fengið sér einn drykk fyrir svefninn.
Grace Jones er tíunda elsta konan í Bretlandi. Hún minnist þess ekki að hafa misst úr kvöld. Uppáhalds viskíið hennar er Famous Grouse single malt. Hún kveðst aldrei fá sér kvöldsnarl né aðra óhollustu eftir kvöldmat. Það eina sem hún lætur ofan í sig er einfaldur viskí.
„Viskí er mjög gott fyrir þig. Ég byrjaði að drekka viskí þegar ég varð fimmtug. Svo ég hef haldið í þennan vana síðastliðin 60 ár og ætla svo sannarlega ekki að hætta núna.“
Grace segir að læknirinn hennar hafi beðið sig um að halda uppteknum hætti það sé gott fyrir hjartað.
„Mér líður alveg eins núna og þegar ég var sextug. Mér finnst ég full af orku og lífsgleði.“
Einkadóttir Grace, Deirdre sem er 78 ára segir móður sína ótrúlega manneskju. Ekki aðeins sé hún bráðgreind og falleg heldur sé hún með einstaka hæfni á öllum sviðum miðað við aldur.
Grace, sem er ekkja, eignaðist dóttur sína með Leonard Roderick Jones árið 1933. Þau voru gift í 53 ár eða þar til hann lést árið 1986, þá 79 ára.