fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Svavar breytti um lífsstíl og missti 24 kíló: Svona fór hann að því

Framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda er búinn að missa hálfan annan dilk

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. september 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er almennt miklu hressari,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við DV. Samtalið átti fyrst og fremst að snúast um sauðfjárbændur en fyrr en varði stóð blaðamaður í hrókasamræðum við framkvæmdastjórann um heilsufar.

Þeir sem þekkja til Svavars hafa sjálfsagt veitt því athygli að hann hefur sjaldan litið betur út. Með breyttu mataræði hefur hann í sumar lést um 24 kíló. Meðal fallþungi dilka að hausti er um 16 kíló, svo þyngdartapið nemur einum og hálfum dilk, svo notað sé viðmið sem er bændum að skapi.

Þessi mynd var tekin í vor. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Fyrir Þessi mynd var tekin í vor. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Mynd: Úr einkasafni

Svavar segir að hann hafi verið um 107,3 kíló þegar hann ákvað að taka til óspilltra málanna. Hann hafði, ekki síst í gegnum starf sitt, verið búinn að spá og spekúlera í mat. Upp fyrir honum hafi runnið að margt af því sem fólk borðar frá degi til dags sé beinlínis hættulegt. Þar á hann við alls kyns aukaefni sem notuð eru við matvælaframleiðslu víða um heim og erfðabreytt matvæli. „Ég ákvað að fara að borða hreinan mat. Ég forðast allt sem hefur komist í snertingu við hvíta sykur og önnur efni. Allt sem maður gæti flokkað sem óhollt er úti; sælgæti, kökur og kex. Ég borða alveg kjöt, smjör og brauð – svona í lágmarki,“ segir Svavar. Hann tekur fram, eins og góðum talsmanni sæmir, að engin hættuleg efni séu notuð við framleiðslu á íslensku lambakjöti.

Hann segir að tilgangurinn hafi verið að bæta heilsuna, ekki síður en að léttast. Auk þess að sleppa sykruðum afurðum neitar Svavar sér um að borða eftir kvöldmat. Honum þykir það erfiðast en hefur fundið við því ákveðna lausn. „Ég fer bara að sofa.“ Og fyrir vikið sefur Svavar lengur. Á því finnur hann mikinn mun. „Ég finn fyrir auknum hressleika og afköstum. Ég á líka miklu auðveldara með að vakna.“ Spurður hvort hann hafi stóraukið hreyfinguna í sumar svarar Svavar því til að það hafi hann ekki gert. Hann syndi reyndar 500 metra flesta daga vikunnar.

Lífsstílsbreyting hafði blundað í Svavari um nokkra hríð. Honum gramdist vissulega að geta ekki notað þau göt á beltinu sem hann áður gat. Það var hins vegar grúsk hans í tengslum við eiturefnalandbúnað sem var erfðabreytta kornið sem fyllti mælinn. Og hann sér ekki eftir því. „Fyrst og fremst var þetta gert til að lifa heilbrigðara lífi. Svo fuku þessi kíló og það er frábært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því