fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Ofvirkur faðir með bullandi athyglisbrest

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 21. ágúst 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt hefur verið sagt um Þorkel Mána Pétursson og mörgu hægt að bæta við. Í nærri því áratug hefur vélbyssukjaftur Mána ómað í útvarpstækjum landsmanna í gegnum þáttinn Harmageddon á X-inu 977 sem hann stýrir ásamt Frosta Logasyni. Þeim Harmageddonbræðrum er fátt heilagt og ekkert óviðkomandi. Ásamt því að vera í útvarpi nánast á hverjum degi þá starfar Máni einnig sem umboðsmaður og hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari. Ari Brynjólfsson hitti Mána og fór yfir stöðuna á honum og samfélaginu öllu.

Ekki alltaf auðvelt samstarf

Þorkell Máni Pétursson lýsir sjálfum sér sem ofvirkum, tveggja drengja föður með bullandi athyglisbrest. Máni segir athyglisbrestinn oft vera erfiðan en það reyni frekar á fólkið í kringum hann. Nú um helgina er hann búinn að vera edrú í tvo áratugi, í desember fagnar hann fertugsafmæli sínu og á næsta ári verða þeir Frosti búnir að vera í loftinu í tíu ár. Máni segist skána með hverju árinu sem líður frá því að edrúmennskan hófst. Nú hefur hann slegið draumum sínum um stjórnmál á frest og eru þeir Frosti nú að taka yfir Miði.is. Ásamt því starfar Máni sem umboðsmaður fyrir Friðrik Dór, sem er sjaldan eða aldrei spilaður á X-inu sem sérhæfir sig í rokki. Hversu lengi á hann von á að Harmageddon verði í loftinu?

„Við erum búnir að semja við 365 um að halda áfram, ætli við endumst ekki fram yfir næsta kjörtímabil. Held að það henti ágætlega, tvær hægristjórnir og tvær vinstristjórnir. En það er ekki nein föst dagsetning. Við höfum talað um það að kannski hættum við þegar markmiðum okkar er náð, Þjóðkirkjan verður lögð niður og RÚV hverfur af auglýsingamarkaði,“ segir Máni og hlær: „Ef RÚV fer af auglýsingamarkaði þá get ég lofað öllum að ég skal ráða konu í vinnu.“

Nú er Frosti Logason í fríi, en hann var að eignast sitt fyrsta barn í byrjun vikunnar. Frosti og Máni hafa verið vinir og samstarfsfélagar í aldarfjórðung, þeir eru ólíkir að mörgu leyti: „Daginn sem Frosti var að eignast barn var ég úti í búð að kaupa rakvélablöð fyrir eldri drenginn minn, það er skemmtileg staðreynd. Ég hlakka verulega til að fylgjast með Frosta takast á við þetta merkilega starf. Við erum búnir að vinna saman mjög náið í tíu ár, nánast upp á dag. Fólk getur rétt ímyndað sér hvað það getur tekið á, líka af því að við erum þannig karakterar. Þetta hefur reynt alveg gríðarlega á oft og tíðum.“

Hann segir þá Frosta alltaf hafa getað rætt saman um hluti og það skipti mestu máli að fara aldrei reiður að sofa: „Við höfum gengið í gegnum alls konar skringilega hluti í gegnum árin, en við höfum alltaf getað rætt málin. Það sem heldur þessu saman er kærleikurinn. Við erum hálf ónýtir án hvor annars. Við erum lengsta tvíeyki í sögunni í íslensku útvarpi, við vinnum mikið saman við að reka X-ið, erum nú að taka að okkur Miði.is og gerum alls konar hluti saman, það hafa komið upp atvik. Við höfum rifist, í alvörunni rifist í loftinu og svo erum við fúlir og pirraðir og hlustendur hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi. En Frosti er allra besti vinur minn og það eru forréttindi að fá að vinna með besta vini sínum á hverjum degi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“