fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Kristín 23 ára leitar að ríkum kærasta á sextugsaldri: Framtíðin er í húfi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að leita að kærasta. Ég hef verið einhleyp í 23 ár, það er síðan ég fæddist, og mig langar að sanna fyrir foreldrum mínum að það sé ekki eitthvað alvarlegt að mér,“ segir Kristín Ólafsdóttir í pistli í Fréttablaðinu sem vakið hefur mikla athygli. Þar óskar Kristín eftir kærasta en ekki er þó allt sem sýnist.

Kærastin þarf að vera ýmsum kostum búinn, myndarlegur og gáfaður og nauðsynlegt að hann sýni því skilning þó hún vilji fara á tónleika með One Direction sem er jú heitasta bandið hjá ungu kynslóðinni. Þá krefst Kristín þess að kærastinn sé heilsuhraustur og hugrakkur.

„Hann þyrfti raunar helst að vera u.þ.b. 35 árum eldri en ég og eiga íbúð, 100% skuldlaust. Mér, ungum öreiga á hugvísindasviði, virðist nefnilega ekki ætlaður sá munaður að kaupa fasteign áður en ég dey. Kærastinn minn verður auk þess að vera hátekjumaður, til dæmis verkfræðingur eða bankastjóri, svo að hagsmuna annars okkar sé alveg örugglega gætt,“ segir Kristín ennfremur og bætir við að mikil gæfa sé ef hann sé kvótakóngur sem geti hjálpað til svo hún geti greitt niður námslánin. Kristín lýkur pistli sínum, sem ætti nú ekki að fara framhjá neinum, að sé ádeila á stöðu ungs fólks í dag á þessum orðum:

„Kærasti óskast: 23 ára, ljóshærð og lífsglöð kona í BA-námi í íslensku leitar að hraustum, sextugum kvótakóngi. Eigið húsnæði er skilyrði. Svara öllum skilaboðum. Öllum. Framtíð mín er í húfi.“

Pistilinn má svo lesa í heild sinni á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel