fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

„Best heppnaða hátíðin“

Aðstandendur telja hátt í 40 þúsund manns hafa heimsótt Matarhátíð alþýðunnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. ágúst 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við teljum að um 35 til 40 þúsund manns hafi komið þarna við,“ segir Árni Georgsson, einn aðstandenda Matarhátíðar alþýðunnar. Hátíðin fór fram í miðborginni um helgina, aðallega á Skólavörðustíg. Á hátíðinni var boðið upp á skemmtiatriði og lifandi tónlist, auk beikonrétta af ýmsu tagi.

Íslenskur landbúnaður var kynntur fyrir Beikondrottningunni Allison Schafer en hún er frá Iowa og var í fyrra kjörin Beikondrottning ársins á Blue Ribbon-beikonhátíðinni þar á bæ. Árni segir í samtali við DV að hátíðin hafi gengið sérstaklega vel. Flæði gesta hafi verið gott og allir hafi fengið eitthvað í gogginn. Fjöldi skemmtiatriða var í boði á hátíðinni en markmið hennar er að vekja athygli á landbúnaðarvörum.

Matarhátíð alþýðunnar byggir á grunni Beikonhátíðarinnar, sem haldin hefur verið undanfarin fimm ár. Nú voru fleiri landbúnaðargreinar með. „Þetta var best heppnaða hátíðin hingað til. Þarna voru kórar og harmoníkuleikur og rífandi stemning.“ Árni á von á því að hátíðin verði haldin með svipuðu sniði næsta ár því veitingahús, bændur og aðrir þátttakendur hafi verið mjög ánægðir með fyrirkomulagið. Allur ágóði af hátíðinni rennur til góðgerðarmála en í fyrra gáfu aðstandendur Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra augnlesara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða félag verður styrkt í haust, þegar búið verður að gera hátíðina upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan