fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Kúvending í málefnum innflytjenda – Bandaríkin hætta að kæra ólöglega innflytjendur með börn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júní 2018 08:39

Úr flóttamannamiðstöð á vegum bandaríska innflytjendaeftirlitsins. Mynd:Bandaríska landamæralögreglan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn undirritaði Donald Trump forsetatilskipun um að hætt verði að aðskilja börn og foreldra sem koma ólöglega til Bandaríkjanna en þær aðgerðir höfðu sætt mikilli gagnrýni og fordæmingu innanlands sem utan. Í gær var svo enn bakkað í málefnum innflytjenda þegar tilkynnt var að hætt verið að kæra alla þá ólöglegu innflytjendur sem koma með börn til landsins. Fram að þessu hafa foreldrarnir kerfisbundið verið kærðir fyrir brot gegn bandarískum lögum.

Washington Post skýrir frá þessu. Eftir að Trump hafði skrifað undir forsetatilskipunina sagði hann að ríkisstjórn hans myndi halda áfram að kæra alla ólöglega innflytjendur sem koma til Bandaríkjanna fyrir brot á bandarískum lögum en hér eftir myndu fjölskyldur að vera saman í flóttamannamiðstöðvum. í gær sagði hann að ef eitthvað yrði gefið eftir í þessu þá myndu „allir koma hingað með lítil viðhengi sín og áhlaup af áður óþekktri stærðargráðu yrði gert á landið“.

En samt sem áður fengu landamæraverðir þau fyrirmæli í gær að hætta senda foreldra, sem koma með börn yfir landamærin, fyrir dómara. Ástæðan er fyrst og fremst skortur á húsnæðisrými til að vista fjölskyldur saman. Heimildarmaður Washington Post sagði að þessu yrði hætt þar til búið væri að koma upp aðstöðu til að vista fólkið. Hann sagði þetta hafa verið ákveðið af heimavarnarráðuneytinu.

Talskona dómsmálaráðuneytisins þvertók þó fyrir að einhver breyting hefði verið gerð og að áfram verði allir kærðir sem koma ólöglega til landsins.

Þetta sýnir kannski vel þá ringulreið sem ríkir í landamæraeftirlitinu á landamærunum að Mexíkó vegna nýrrar stefnu ríkisstjórnarinnar og afturköllunar á hluta hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“