fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

TÍMAVÉLIN: Grímsey fær vatn – „Á veturna frýs stundum í brunnunum.“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að hausti ársins 1973 höfðu Grímseyingar þurft að sækja vatn sitt í brunna eða safna rigningarvatni. Margsinnis hafði verið svo þurrt í eynni að sækja þurfti vatnsbirgðir í land.

Um sumarið þetta ár kom tíu manna hópur frá Dalvík til þess að leggja vatnsveitu í eynni með áttatíu lesta geymi. Vatnið kom úr borholum sem voru boraðar sjö árum áður.

„Þetta er geysilegur munur fyrir íbúa Grímseyjar, ekki síst eftir þetta sumar, sem hefur verið ákaflega þurrt,“ sagði Alfreð Jónsson, oddviti í eynni, í samtali við Vísi þann 27. október.

„Á veturna frýs stundum í brunnunum.“

Íbúar Grímseyjar voru 86 talsins þegar vatnsveitan var lögð.

Þeir eru nú um 90 talsins og sveitarfélagið var sameinað Akureyri árið 2009.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Í gær

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“