fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Veist þú um geymslurými fyrir einhyrninginn hans Palla?

„Á morgun fer einhyrningurinn á vit feðra sinna nema við náum að bjarga honum“

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 9. ágúst 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á morgun fer einhyrningurinn á vit feðra sinna nema við náum að bjarga honum.“ Þetta segir fjölmiðlakonan og þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Maack sem leitar nú að geymslu undir einhyrninginn sem prýddi vagn Páls óskars í Pride-göngunni síðastliðinn laugardag.

Margrét Erla segir í samtali við DV að hún sé mögulega komin með framtíðarheimili fyrir einhyrninginn en hún ásamt Lóu Hjálmtýsdóttur og Danielle Strle eru með áform um að opna lista- og vísindasafn fyrir börn og fullorðna.
„Einhyrningurinn passar fullkomlega inn í þá hugmynd.“

Margrét bendir þó á að einhyrningurinn er mjög stór. 10 metra langur og 8 metra hár. Nú er þó verið að skoða hvernig best sé að taka hann í sundur og hvort það sé yfirhöfuð hægt að setja hann aftur saman.

Henni þykir synd að svo stórkostlegt listaverk fái ekki að lifa nema í nokkra daga. Hún óskar því eftir aðstoð almennings sem gæti lánað henni geymslurými undir verkið. Það tekur að töluvert pláss ef hægt verður að taka hann í sundur þá væri hægt að geyma hann á nokkrum stöðum þar til honum verður komið á framtíðarheimili sitt.

„Ef einhver vill ættliða einhyrningalund eða brjóst þá endilega að hafa samband,“ segir Margrét Erla að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“