fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Raðmorðinginn loksins handtekinn

Talinn hafa ellefu mannslíf á samviskunni

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2016 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raðmorðingi sem talinn er hafa ellefu mannslíf á samviskunni er loksins kominn á bak við lás og slá, tæpum 30 árum eftir að hann lét fyrst til skarar skríða.

Maðurinn sem um ræðir heitir Gao Chengyong og er búsettur í Kína. Hann er talinn bera ábyrgð á morðum á ellefu konum á árunum 1988 til 2002. Öllum konunum hafði verið nauðgað og leiddi DNA-rannsókn í ljós að sami maðurinn bæri ábyrgð á ódæðisverkunum.

Maðurinn var handtekinn eftir að náinn ættingi hans var handtekinn vegna annars máls, alls ótengdu morðunum ellefu. Lögregla tók DNA-sýni úr frændanum og eftir að hafa sett niðurstöðurnar í þar til gerðan gagnagrunn yfirvalda kom í ljós að erfðaefni mannanna tveggja voru svipuð.

Að því er breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá hefur Gao játað á sig morðin, en hann var handtekinn í Gansu-héraði þar sem hann hefur rekið litla verslun. Morðin sem um ræðir voru framin í Gansu-héraði og í Innri-Mongólíu.

Morðin vöktu mikinn óhug meðal íbúa á sínum tíma og hlaut raðmorðinginn meðal annars viðurnefnið Kobbi kviðrista (e. Jack the Ripper), sem er vísun í einn þekktasta raðmorðingja allra tíma. Líkt og í tilfelli Kobba voru fórnarlömbin öll konur, búið var að sundurlima sum fórnarlömbin og fjarlægja úr þeim líffæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“